Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Sveiflur hafa ávallt einkennt umhverfi sjávarútvegins, segir Gunnþór Ingvason.
Sveiflur hafa ávallt einkennt umhverfi sjávarútvegins, segir Gunnþór Ingvason.

Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síld­ar­vinnsl­unni á nýliðnu fisk­veiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af afla­verðmæti fiski­skip­anna og þensla á vinnu­markaði veld­ur því að áskor­un verður að manna sum skip flot­ans ef fram held­ur sem horf­ir.

Styrk­ing krónu, sveifl­ur á mörkuðum, þensla á vinnu­markaði og hækk­andi launakröf­ur kalla á aukna sjálf­virkni­væðingu í sjáv­ar­út­vegi, þar sem ein­ing­um mun fækka og þær sem eft­ir standa munu stækka. Þetta seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Í sam­tali við 200 míl­ur um gang veiða og vinnslu á ný­loknu fisk­veiðiári seg­ir Gunnþór að vel hafi gengið á ár­inu. „Enda held ég að flest­ir séu að kom­ast í höfn með sinn kvóta. Sterk króna og verðlækk­an­ir á mörkuðum eru þó vissu­lega að setja mark sitt á rekstr­ar­skil­yrði í grein­inni,“ seg­ir Gunnþór.

Beitir að veiðum. Nást þarf aukin aukinni framleiðni við veiðar …
Beit­ir að veiðum. Nást þarf auk­in auk­inni fram­leiðni við veiðar til að geta hækkað laun þeirra sem þær stunda, seg­ir Gunnþór. Ljós­mynd/​Helgi Freyr Ólason

Lok­un Rúss­lands áhrifa­mik­il

„Við meg­um ekki gleyma því að sveifl­ur hafa ávallt ein­kennt um­hverfi ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og við erum að koma úr ár­ferði sem hef­ur verið okk­ur hag­fellt síðustu ár. Nú eru aðstæður að snú­ast og bregðast þarf við því,“ bæt­ir hann við.

„Hjá okk­ur erum við að sjá hvað mesta verðlækk­un á síld­ar­mörkuðum, en verðið hef­ur verið mjög lé­legt eft­ir að Rúss­lands­markaður lokaði á okk­ur,“ seg­ir hann og bend­ir á að dregið hafi mjög úr fram­leiðslu og út­flutn­ingi á loðnu til Aust­ur-Evr­ópu.

„Það er eng­inn markaður til staðar fyr­ir hana ann­ars staðar, þannig að stærri hluti loðnunn­ar fer í mjöl og lýs­is­vinnslu. Rúss­land hef­ur lengi verið einn stærsti síld­ar­markaður í heimi, þannig að í þessu hef­ur lok­un hans einnig mik­il áhrif.“

Sama gjald fyr­ir sama fisk­inn

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is lagði í vor fram frum­varp þar sem gert var ráð fyr­ir að veiðigjöld í sjáv­ar­út­vegi yrðu end­urút­reiknuð vegna versn­andi af­komu fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Sér­stak­lega yrði horft til lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja við út­reikn­ing­inn, sagði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við 200 míl­ur í lok maí. Ekki varð frum­varpið að lög­um og því eru veiðigjöld­in enn óbreytt – og há, að mati Gunnþórs.

„Sú staðreynd er öll­um ljós að veiðigjöld­in eru orðin mjög há. Veiðigjöld eru orðin um 13% af afla­verðmæti ís­fisk­tog­ara, eða næst­stærsti gjaldaliður á eft­ir laun­um. Þegar við erum far­in að horfa upp á þrett­án pró­sent af afla­verðmæti hverfa í veiðigjöld þá er það ansi hátt hlut­fall. Þá er al­veg sama hvort út­gerðin er stór, meðal­stór eða lít­il. Veiðigjöld þurfa að taka mið af af­komu teg­unda og vera með þeim hætti að all­ir greiði sama gjald fyr­ir sama fisk­inn.“

Bjarni Ólafsson AK að veiðum. Loðna, síld og makríll eru …
Bjarni Ólafs­son AK að veiðum. Loðna, síld og mak­ríll eru stofn­ar sem mikið eru nýtt­ir fyr­ir aust­an. Ljós­mynd/​Helgi Freyr Ólason

Efla þurfi markaðsstarfið

Spurður um helstu áskor­an­ir sem blasi við sjáv­ar­út­vegi um þess­ar mund­ir nefn­ir hann í fyrsta lagi sterkt gengi, hækk­andi olíu­verð og launa­hækk­an­ir, bæði í sjáv­ar­út­vegi og í öðrum at­vinnu­grein­um.

„Laun hafa hækkað á Íslandi að und­an­förnu, tölu­vert um­fram helstu sam­keppn­isþjóðir okk­ar, og í því felst mik­il áskor­un sem við þurf­um að mæta. Sömu­leiðis er ljóst að við þurf­um að efla markaðsstarf, en þar tel ég að fyr­ir­tæk­in geti unnið meira sam­an við að verja hags­muni okk­ar á er­lendri grundu.“

Á sama tíma sé ljóst að laun sjó­manna hafi lækkað mikið í kjöl­far verðlækk­ana er­lend­is og styrk­ing­ar krón­unn­ar. Þensla á vinnu­markaði valdi því að erfiðara sé að fá fólk til vinnu í dag en áður.

„Ef fram held­ur sem horf­ir í þeim efn­um verður það áskor­un að manna sum af fiski­skip­um flot­ans. Því þurfa menn að ná auk­inni fram­leiðni við veiðar til að geta hækkað laun þeirra sem þær stunda. Það verður ekki gert nema með auk­inni sjálf­virkni­væðingu og öfl­ugri skip­um með góðan aðbúnað fyr­ir sjó­menn,“ seg­ir Gunnþór.

„Breytt rekstr­ar­um­hverfi með sterk­ari krónu, hækk­un kostnaðarliða og sí­fellt aukn­um kröf­um um skatt­heimtu af grein­inni kall­ar á aukna fram­leiðni í grein­inni.“

Hef­ur fulla trú á framtíðinni

Gunnþór legg­ur áherslu á að hann telji ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg öfl­ug­an og ljóst sé að mik­il framþróun hafi átt sér stað hjá vinnsl­um í landi.

„Með auk­inni tækni­væðingu hafa orðið til öfl­ug tæknifyr­ir­tæki í kring­um grein­ina, til dæm­is Skag­inn 3X, Mar­el og Valka, ásamt fjölda annarra tæknifyr­ir­tækja sem eru mjög framar­lega á sínu sviði. Þrátt fyr­ir fækk­un beinna starfa í sjáv­ar­út­vegi hafa orðið til önn­ur og verðmæt­ari störf í tæknifyr­ir­tækj­un­um, sem eru kom­in á fullt í út­flutn­ing á þekk­ingu sinni. Þannig að þrátt fyr­ir þess­ar áskor­an­ir sem við blasa hef ég fulla trú á framtíðinni.“

Viðtalið birt­ist fyrst í sér­stöku sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna og Morg­un­blaðsins, sem fylgdi blaðinu laug­ar­dag­inn 1. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: