Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er meðal þeirra sem …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er meðal þeirra sem tala á Global People’s Summit. mbl.is/Valli

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tek­ur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefn­una Global Peop­le’s Summit, sem hald­in er í tengsl­um við Alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna.

Guðmund­ur Ingi tal­ar þar um lofts­lags­breyt­ing­ar, mik­il­vægi þess að tak­ast á við þær og hvernig Ísland vilji skipa sér í sess með þeim ríkj­um sem eru leiðandi á því sviði.  



Streymt er frá ráðstefn­unni, en um er að ræða ríf­lega sex klukku­stunda viðamikla út­send­ingu þar sem skipt er á milli leiðtoga, frum­kvöðla og fólks um víða ver­öld og tek­in við þau viðtöl um lausn­ir við marg­vís­leg­um hnatt­ræn­um mál­um.

The Global Peop­le’s Summit og var fyrst hald­in í fyrra og náði þá til um 84 millj­óna manna í 163 ríkj­um, en þá tóku 60 fyr­ir­les­ar­ar tóku þátt, m.a. aðaltals­mann­eskja Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðsam­bands Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans og for­sæt­is­ráðherra Úganda.

„Við erum alltaf að leita leiða til að tengja fleira fólk í heim­in­um starfi Sam­einuðu þjóðanna og til að auka stuðning við sjálf­bærni­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna,“ er haft eft­ir sagði Maher Nass­er, yf­ir­manni upp­lýs­inga­deild­ar Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is