Vilja sporna við bráðnun

Hætta er á að gríðarlegt jökulflæmi brotni frá Suðurskautslandinu og …
Hætta er á að gríðarlegt jökulflæmi brotni frá Suðurskautslandinu og fljóti á haf út. Leitað er leiða til að hindra það. Ljósmynd/NASA

Vís­inda­menn leggja til mikl­ar fram­kvæmd­ir neðan­sjáv­ar við Suður­skautslandið til að varna því að Thwaites-jök­ull, sem gæti orðið að ís­jaka á stærð við Bret­land, brotni frá og fljóti út á haf. Losni jak­inn og bráðni gæti sjáv­ar­borð hækkað um nokkra metra, sam­kvæmt frétt AFP-frétta­stof­unn­ar.

Tvær hug­mynd­ir hafa komið fram um hvernig koma megi í veg fyr­ir að jök­ull­inn sigli út á haf. Sú hóf­sam­ari er engu að síður af þeirri stærðargráðu að hún jafn­ast á við gerð Pana­maskurðar eða Súezsk­urðar. Í henni felst að gera jarðvegs­hóla á hæð við Eif­felt­urn­inn á sjáv­ar­botni. Þeir eiga að styðja við jök­ul­brún­ina sjáv­ar­meg­in.

Hinn val­kost­ur­inn er að ryðja upp um 100 metra háum garði, eða vegg, á sjáv­ar­botni. Garður­inn yrði 80 til 100 kíló­metra lang­ur og myndi koma í veg fyr­ir að hlýr sjór kæm­ist und­ir ís­hell­una, bræddi hana neðan frá og veikti.

Greint var frá þess­um metnaðarfullu áform­um í The Cryosph­ere, tíma­riti Europe­an Geosciences Uni­on, á fimmtu­dag­inn var. Grein­in þykir end­ur­spegla þau viðhorf að það að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, svo gott sem það er, ger­ist lík­lega ekki nógu hratt til að koma í veg fyr­ir stór­kost­leg­ar lofts­lags­breyt­ing­ar sem myndu hafa hörmu­leg­ar af­leiðing­ar. 

Mik­il hækk­un sjáv­ar­borðs

Haft er eft­ir aðal­höf­undi grein­ar­inn­ar, Michael Wolovick, vís­inda­manni við Princet­on-há­skóla, að Thwaites-jök­ull geti verið upp­hafið að bráðnun sem á end­an­um muni hækka sjáv­ar­borð á heimsvísu um ná­lægt þrjá metra.

AFP

Það að draga úr kol­efn­is­meng­un mun ekki duga til að koma í veg fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. Einu trú­verðugu leiðirn­ar til þess að tryggja að hlýn­un verði inn­an við tvö stig á Cel­síus, miðað við hita­stig fyr­ir iðnvæðingu, eins og stefnt er að með Par­ís­arsátt­mál­an­um, er að draga mikið magn kolt­ví­sýr­ings (CO2) út úr and­rúms­loft­inu. Verk­fræðileg áform, sem áður var hafnað vegna þess að þau væru óhag­kvæm, óþörf eða bein­lín­is hættu­leg, eru ekki leng­ur á jaðri vís­inda­legr­ar og póli­tískr­ar umræðu held­ur orðin of­ar­lega á baugi. Á meðal þeirra má nefna að dreifa ögn­um í geimn­um sem end­urkasta geisl­um sól­ar, geyma CO2 í berg­lög­um eða hefja stór­fellda rækt­un til fram­leiðslu á lí­feldsneyti. Eng­ar þess­ara hug­mynda taka á hækk­andi sjáv­ar­borði en það mun lík­lega valda meiri hörm­ung­um fyr­ir mann­kynið en nokk­ur önn­ur áhrif lofts­lags­hlýn­un­ar­inn­ar. Tug­ir eyríkja gætu farið meira eða minna í kaf og einnig þétt­byggðar ós­eyr­ar, einkum í Asíu og Afr­íku. 

Verk­fræðileg­ar lausn­ir

Wolovick seg­ir að heims­byggðin þurfi að huga vand­lega að verk­fræðileg­um lausn­um varðandi jökl­ana. Hundruð millj­óna manna búi á svæðum sem séu fá­eina metra ofan við sjáv­ar­borð. Þar til ný­lega hækkaði sjáv­ar­borð aðallega vegna auk­inn­ar þenslu vatns af völd­um hlýn­un­ar. Nú staf­ar helsta ógn­in af bráðnun Græn­lands­jök­uls og íss­ins á suður­skaut­inu. Bráðni Græn­lands­jök­ull og jök­ull­inn á Vest­ur-Suður­skautsland­inu, sem er hætt­ara við bráðnun en jökl­in­um á Aust­ur-Suður­skautsland­inu, myndi yf­ir­borð sjáv­ar hækka um ná­lægt 12 metra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina