Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

Ráðherrann kynnti frumvarpið á sérstökum fundi upp úr klukkan 15 …
Ráðherrann kynnti frumvarpið á sérstökum fundi upp úr klukkan 15 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur lagt fram á Alþingi nýtt frum­varp til laga um veiðigjald. Meg­in­mark­mið frum­varps­ins er að færa álagn­ingu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjald­tak­an sé meira í takt við af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en einnig að stjórn­sýsla með álagn­ingu veiðigjalds verði ein­fald­ari, skil­virk­ari, gegn­særri og áreiðan­legri.

Þetta kem­ur fram á kynn­ing­ar­blaði sem dreift var á fundi ráðherr­ans nú fyr­ir skömmu.

Seg­ir þar að helstu breyt­ing­ar sem frum­varpið kveði á um séu eft­ir­far­andi:

Veiðigjald ein­göngu lagt á veiðar

Útreikn­ing­arn­ir verði færðir nær í tíma og veiðigjald ákveðið fyr­ir almanaks­ár. Ákvörðun veiðigjalda verði þannig byggð á árs­göml­um gögn­um, um af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, í stað um tveggja ára eins og nú er.

Útreikn­ing­ur veiðigjalds og álagn­ing þess verði þá færð til rík­is­skatt­stjóra, og veiðigjalda­nefnd lögð niður. Seg­ir á kynn­ing­ar­blaðinu að RSK geti nýtt villu­próf­un í skatt­fram­töl­um og sann­reynt með öðrum leiðum þau gögn sem aðilar skili til embætt­is­ins. Þá muni RSK árita all­ar upp­lýs­ing­ar í grein­ar­gerð með skatt­fram­tali sem rekstr­araðilar í sjáv­ar­út­vegi skila þegar hún er opnuð, og auðvelda þannig eig­end­um fiski­skipa þessi skil.

„Með því að færa úr­vinnslu reikni­stofna veiðigjalds til RSK, byggða á rekstr­ar­upp­lýs­ing­um sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki skila inn sam­hliða skatt­fram­tali, verða ákv­arðanir veiðigjalds­ins byggðar á hald­bær­ari gögn­um og upp­lýs­ing­um en hag­töl­ur Hag­stofu veita og hægt er að færa ákvörðun gjalds­ins nær inn­heimtu þess. Þannig verður reikni­stofn veiðigjalds gegn­særri og auðskilj­an­legri en reikni­stofn gild­andi laga.“

Þá er lögð til sú breyt­ing að hagnaður fisk­vinnslu komi ekki til út­reikn­ings eins og nú er. Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafi verið gagn­rýnt, m.a. verið bent á að fisk­vinnsla sé ekki hluti af auðlinda­nýt­ingu. Útreikn­ing­ur afla­verðmæta frysti­skipa vegna vinnsluþátt­ar verði enn frem­ur ein­faldaður.

Tekið til­lit til fjár­fest­inga

Í frum­varp­inu er lögð áhersla á að veiðigjald á lítið veidd­ar teg­und­ir verði ein­faldað, og teg­und­ir utan afla­marks verði und­an­skild­ar veiðigjaldi, þó að und­an­skild­um mak­ríl. Nytja­stofn­ar sem ekki séu í afla­marki veiðist oft­ast sem meðafli og aðeins í litl­um mæli.

„Af þeim sök­um er erfitt að meta sér­stak­lega raun­veru­lega af­komu af veiðum þeirra og út­reikn­ing­ar á gjald­stofni þeirra oft­ar en ekki fjarska fjarri raun­veru­leik­an­um. Þá get­ur gjald­taka á þess­ar teg­und­ir dregið að nauðsynja­lausu úr sókn og aukið hættu á brott­kasti. Um er að ræða litl­ar fjár­hæðir í heild­ar­sam­hengi veiðigjalds.“

Í frum­varp­inu verði þá tekið til­lit til fjár­fest­inga í sjáv­ar­út­vegi við út­reikn­ing á gjald­stofni veiðigjalds, enda fel­ist sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir rík­is og út­gerðar til lang­frama í öfl­ug­um fjár­fest­ing­um.

Breyt­ing­ar þess­ar á for­send­um veiðigjalds­ins eru sagðar eiga að leiða til þess að minni sveifl­ur verði á álagn­ing­unni, en helsta gagn­rýni á nú­ver­andi kerfi hef­ur beinst að henni.

mbl.is