Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4.

Frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, um end­urút­reikn­ing veiðigjalda hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum, varð ekki að lög­um í vor eft­ir tölu­verðan vand­ræðagang á þing­inu. Spurður, í samtali við 200 mílur í lok sumars, hvort frum­varpið yrði sett aft­ur á dag­skrá í haust sagðist Kristján held­ur ætla að leggja fram frum­varp að nýj­um heild­ar­lög­um um veiðigjöld.

„Við smíðina á því frum­varpi hyggst ég meðal ann­ars taka mið af þeim at­huga­semd­um sem fram komu við frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar, og þeim sjón­ar­miðum sem þar komu fram. Vissu­lega voru það ákveðin von­brigði að ná ekki sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á veiðigjöld­un­um í vor, þar sem vís­bend­ing­ar eru um það að kerfið í nú­ver­andi mynd end­ur­spegli ekki nægi­lega vel af­komu grein­ar­inn­ar,“ sagði Kristján í því viðtali.

Sam­fé­lags­sátt um veiðigjöld­in

„En það breyt­ir því ekki að kerfið var sett á og við þurf­um að vinna sam­kvæmt því þangað til því verður breytt. Mark­mið mitt er að frum­varpið sem fram kem­ur í haust taki á þeim ágöll­um sem finna má í nú­ver­andi kerfi, og þá er stærsta atriðið í raun­inni það að reyna að færa álagn­ingu þess­ara gjalda sem næst okk­ur í tíma. Í því felst mesta áskor­un­in.“

Ráðherr­ann sagðist enn frem­ur finna fyr­ir ágæt­issátt í sam­fé­lag­inu um að greidd skuli gjöld fyr­ir nýt­ingu auðlinda sem eru und­ir for­ræði rík­is­ins. „Átök­in um veiðigjöld­in hafa að mestu snú­ist um fyr­ir­komu­lag inn­heimt­unn­ar, hvernig til þeirra er stofnað og svo fjár­hæðirn­ar.“

mbl.is