„Öll umsýsla og umgjörð öruggari“

Kristján Þór kynnti frumvarpið á blaðamannafundi í dag.
Kristján Þór kynnti frumvarpið á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er miklu ein­fald­ara og auðskilja­legra. Við erum að ein­falda stjórn­sýsl­una og færa álagn­ingu veiðigjalds nær í tíma,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um nýtt frum­varp um veiðigjöld sem hann hef­ur lagt fram á Alþingi.

Kristján Þór seg­ir að nauðsyn­legt sé að koma mál­un­um fyr­ir í betra horfi. „Það að rík­is­skatt­stjóri taki að sér þetta hlut­verk í fram­tali er meðal ann­ars spurn­ing um aukið gagn­sæi og ör­yggi í meðferð upp­lýs­inga.“

Álagn­ing veiðigjalda, upp­lýs­inga­öfl­un og meðferð upp­lýs­inga verður í hönd­um rík­is­skatt­stjóra verði frum­varpið að lög­um. „Svo kem­ur fiski­stofa sömu­leiðis þar inn og verða þetta tvær meg­in­stofn­an­irn­ar. Þá styðjumst við ekki leng­ur við skýrslu Hag­stof­unn­ar um hag veiða og vinnslu og ekki held­ur við veiðigjalds­nefnd. Þarna erum við búin að færa þetta und­ir stofn­an­ir rík­is­ins. Þá verður öll um­sýsla og um­gjörð ör­ugg­ari og betri.“

Á von á sátt um reglu­verkið en ekki upp­hæðina

Spurður um sam­ráð við hags­munaaðila seg­ir Kristján Þór að áhersl­ur þeirra hafi komið vel í ljós á liðnum árum og ekki síst í tengsl­um við umræðurn­ar sem fram fóru í tengsl­um við það frum­varp sem lagt var fram í vor en varð ekki að lög­um.

„Hags­munaaðilum mun einnig  gef­ast kost­ur á því núna að fá kynn­ingu á frum­varp­inu í ráðuneyt­inu, að koma fyr­ir þing­nefnd­ina og senda henni um­sagn­ir, með sín­um sjón­ar­miðum og rök­semd­um. Hags­munaaðilar, ásamt öll­um öðrum í þjóðfé­lag­inu, munu hafa færi til þess að gera at­huga­semd­ir við frum­varpið,“ seg­ir Kristján Þór, sem hygg­ur á funda­ferð um landið í októ­ber, þar sem hann mun ræða við hags­munaaðila.

Gild­andi lög um veiðigjöld renna út um ára­mót­in og þarf nýtt frum­varp því að taka gildi 1. janú­ar 2019. Kristján Þór er bjart­sýnn á að sátt verði um reglu­verkið sjálft en á von á því að skipt­ar skoðanir verði um upp­hæð gjalds­ins. „Ég von­ast eft­ir því að við get­um náð ágæt­lega sam­an um það hvernig við ætl­um að reikna gjaldið út, sem ég held að þetta frum­varp gefi al­veg fullt færi til. Svo get­um við og mun­um ör­ugg­lega hafa eðli­lega skipt­ar skoðanir um þá fjár­hæð sem at­vinnu­grein­inni er ætlað að greiða af fisk­veiðaauðlind­inni.“

mbl.is