Segir veiðigjaldafrumvarpið vonbrigði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ræðast við á Alþingi. mbl.is/Golli

„Þetta frum­varp er í heild sinni ákveðin von­brigði og ég veit ekki á hvaða veg­ferð Vinstri græn­ir eru. Þessi leiðang­ur geng­ur fyrst og fremst út á að lækka gjaldið á út­gerðinni,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, um nýtt veiðigjalda­frum­varp Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Meðal helstu breyt­inga sem frum­varpið fel­ur í sér er að álagn­ing veiðigjalda verður færð nær í tíma þannig að veiðigjöld byggja á árs­göml­um gögn­um um af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í stað um tveggja ára líkt og nú er, veiðigjald verður ein­göngu lagt á veiðar en ekki hagnað fisk­vinnslu líkt og í nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi gjald­anna. Þá verður tekið til­lit til fjár­fest­inga í sjáv­ar­út­vegi.

Þor­gerður gagn­rýn­ir að sama skapi að ekk­ert sé talað um tíma­bundna samn­inga um aðgang að auðlind­inni, en án slíkra ákvæða sé verið að festa eign­ar­rétt­indi í sessi. „Þetta var alltaf fyr­ir­sjá­an­legt með Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Þetta er lækk­un á út­gerðinni í heild. Ég skil ekki hvað Vinstri græn­ir eru að gera með þessu. Það er eng­in viður­kenn­ing á að þetta sé sam­eign þjóðar­inn­ar, held­ur er þetta bara falið í skatt­kerf­inu og að mínu mati ekki ákjós­an­leg leið,“ seg­ir Þor­gerður.

 „Það er verið að koma á nýj­um tekju­skatti í stað þess að þetta verði gjald fyr­ir aðgang að auðlind­inni,“ seg­ir hún. „Þetta á að vera gjald sem þú greiðir fyr­ir aðgang að auðlind­inni. Við í Viðreisn höf­um talað fyr­ir því að það sé best að gera það í gegn­um markaðinn.

mbl.is