Gagnsæið ekki nema að hluta

Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins.
Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þau eru blend­in,“ seg­ir Ólaf­ur Ísleifs­son, formaður þing­flokks Flokks fólks­ins, spurður um viðbrögð hans við frum­varpi Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um veiðigjöld. Full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar fengu kynn­ingu á frum­varp­inu í gær.

„Þarna er ráðgert að taka upp ein­fald­ara fyr­ir­komu­lag en verið hef­ur, og það sýn­ist mér vera til bóta. Þá er aukið gagn­sæi í þessu fyr­ir­komu­lagi. Gagn­sæið er þó ekki nema að hluta og ekki hef­ur verið sýnt hvert af­gjald hefði verið á veidda ein­ingu á liðnum árum ef nýtt fyr­ir­komu­lag hefði verið við lýði.“

„Það sem kannski stend­ur upp úr er að skilja á milli veiða og vinnslu, án þess að séð verði hvernig af­komu myndi reiða af hjá þeim sem eru bæði með veiðar og vinnslu og geta hugs­an­lega, með hag­an­leg­um hætti, komið hlut­un­um fyr­ir öðru hvoru meg­in, þar sem hent­ar. Í þessu efni verður að gera bet­ur en sýn­ist gert í frum­varp­inu,“ seg­ir Ólaf­ur.

Gunnar Bragi Sveinsson er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Gunn­ar Bragi Sveins­son er fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Eggert

Ekki tekið á einu stærsta mál­inu

Gunn­ar Bragi Sveins­son, formaður þing­flokks Miðflokks­ins, seg­ir að við fyrstu sýn sýn­ist hon­um frum­varpið til bóta varðandi fram­kvæmd út­reikn­ings veiðigjalds­ins. „Þetta fær­ist nær í tíma og veit­ir betri yf­ir­sýn yfir hvað er í vænd­um.“

„Hins veg­ar er ekki tekið á mjög stóru máli, sem eru litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir. Þeirra rekst­ur hef­ur verið mjög erfiður og þetta mun gagn­ast stóru út­gerðunum meira held­ur en öðrum.“

mbl.is