Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir ýmsa já­kvæða þætti í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær.

Meðal ann­ars seg­ist Jens Garðar ánægður með þá fyr­ir­ætl­an að færa viðmiðun­ar­ár gjalds­ins nær í tíma. „Við höf­um oft bent á þá skekkju sem felst í því að borga gjald sem miðast við af­komu grein­ar­inn­ar jafn­vel tveim­ur árum áður,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

„Við höf­um séð það núna hvað rekstr­ar­skil­yrði grein­ar­inn­ar geta breyst stór­kost­lega á ör­skömm­um tíma, bæði hvað varðar gengi, verð á er­lend­um mörkuðum eða kvóta, þannig að það er mjög hvim­leitt að þurfa að greiða gjald sem er með viðmiðun­ar­ár svona langt aft­ur í tím­ann.“

Hann bæt­ir við að svo séu aðrir þætt­ir í frum­varp­inu sem þurfi að reikna út hvaða áhrif muni hafa á grein­ina. SFS muni senda um­sögn í kjöl­farið.

mbl.is