Taldi leiðréttingu sjálfsagða í frumvarpi

„Við höfum bent á að það er allt annað að …
„Við höfum bent á að það er allt annað að gera út smábáta, þar sem kannski eru tveir um borð, en að vera með stórt fyrirtæki sem hefur veiðiheimildir fyrir mörgum tegundum,“ segir Örn. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

„Þetta frum­varp kem­ur okk­ur í opna skjöldu miðað við umræðuna sem var á Alþingi í vor,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka smá­báta­eig­enda. „Flest­ir voru nú sam­mála um að leiðrétta veiðigjaldið hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum.“

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kynnti nýtt frum­varp um veiðigjöld í gær. Þar er ekki tekið á mál­um lít­illa og meðal­stórra út­gerða, sem átt hafa erfitt upp­drátt­ar vegna veiðigjald­anna.

„Mér fannst alla vega eng­inn ágrein­ing­ur um það, ágrein­ing­ur­inn fólst aðallega í því hvort stærstu út­gerðirn­ar myndu líka fá af­slátt­inn,“ seg­ir Örn í sam­tali við mbl.is.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Hann seg­ir at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is auk þess hafa bókað að hún vænti þess að í nýju frum­varpi yrði tekið á mál­inu. „Það voru skýr skila­boð til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Þess vegna var ég undr­andi yfir því að þetta skyldi ekki vera í frum­varp­inu. Ég taldi sjálf­gefið að svo yrði.“

„Við höf­um bent á að það er allt annað að gera út smá­báta, þar sem kannski eru tveir um borð, en að vera með stórt fyr­ir­tæki sem hef­ur veiðiheim­ild­ir fyr­ir mörg­um teg­und­um,“ seg­ir Örn. Hann seg­ir smá­báta­eig­end­ur yf­ir­leitt aðeins hafa veiðiheim­ild­ir fyr­ir þorski og ýsu og að veiðigjöld þeirra teg­unda hafi hækkað um meira en 100%. „Það end­ur­speglaði ekki hagnaðinn sem við höfðum verið að skila. Hagnaður­inn hjá stóru út­gerðunum dreif upp þess­ar hækk­an­ir.“

Örn seg­ir frum­varpið mik­il von­brigði, þótt þar sé þokast í átt að því að finna veiðigjöld­um, sem séu kom­in til að vera, rétt­an far­veg. „Ég bind von­ir við það að gerðar verði breyt­ing­ar á frum­varp­inu í meðferð at­vinnu­vega­nefnd­ar.“

mbl.is