Í liðinni viku voru einar illræmdustu deilur síðustu ára í íslensku viðskiptalífi leiddar til lykta. Þá keypti FISK Seafood hlut Brims í Vinnslustöðinni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fagnar mjög eigendaskiptunum og segir óþolandi að hafa á síðustu árum þurft að sitja undir ámæli af hendi Guðmundar Kristjánssonar, eiganda Brims.
„Hann getur vel gagnrýnt okkur en hann hefur ekki borgað sínar skuldir. Við reyndar komum í veg fyrir að hann þyrfti að borga skuldirnar af yfirtöku á Vinnslustöðinni en það var bara vegna þess að við komum í veg fyrir yfirtökuna. Þær skuldir hefðu bara bæst ofan á þá 20 milljarða sem hann fékk að láni hjá Landsbankanum og þjóðin þurfti að lokum að borga. Hann borgaði ekki krónu.“ Í ítarlegu viðtali á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag fer Sigurgeir Brynjar yfir þau 20 ár sem hann hefur stýrt fyrirtækinu.
Sjá ítarlegt viðtal við Sigurgeir Brynjar í ViðskiptaMogganum í dag.