Aukin samþjöppun fylgir uppboðum

Siglt við Þvereyri á Suðurey í Færeyjum.
Siglt við Þvereyri á Suðurey í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Stefið í upp­boðum Fær­ey­inga er ætíð hið sama, lít­il hlut­deild er boðin upp og fá fyr­ir­tæki hirða stærsta hluta heim­ild­anna. Stund­um eru fyr­ir­tæk­in ein­ung­is tvö og jafn­an er þar um að ræða stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in. Auk­in samþjöpp­un er því aug­ljós fylgi­fisk­ur upp­boða og þau eru síst til þess fall­in að styðja mark­mið ís­lenskr­ar fisk­veiðistjórn­un­ar um að tryggja trausta at­vinnu og byggð í land­inu.“

Þannig seg­ir meðal ann­ars í grein á heimasíðu Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um upp­boð á fiski sem að hluta hafa verið notuð í Fær­eyj­um við fisk­veiðistjórn­un og inn­heimtu veiðigjalda.

Seg­ir þar að fær­eysk stjórn­völd hafi gert til­raun­ir með upp­boð á þrem­ur deili­stofn­um og botn­fiski í Bar­ents­hafi. Ekk­ert hafi hins veg­ar enn verið boðið upp á heima­miðum sem Fær­ey­ing­ar hafa umráðarétt yfir. Það komi ekki á óvart enda hafi ástand þorsk­stofns­ins þar verið lé­legt og því lítið að bjóða upp, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar á vef SFS.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: