Þrjátíu stærstu greiðendurnir

Flotinn í höfn. HB Grandi greiðir rúmlega milljarð króna í …
Flotinn í höfn. HB Grandi greiðir rúmlega milljarð króna í veiðigjöld fyrir nýliðið fiskveiðiár. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Stærsti greiðandi veiðigjalda á nýliðnu fisk­veiðiári, HB Grandi, greiðir 1.038 millj­ón­ir króna til rík­is­ins. Næst­ur á eft­ir HB Granda kem­ur Sam­herji, sem greiðir 777 millj­ón­ir króna í veiðigjöld fyr­ir fisk­veiðiárið. Þeir ell­efu stærstu greiða um helm­ing veiðigjald­anna.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í yf­ir­liti Fiski­stofu yfir álagn­ingu veiðigjalda, sem birt var í dag.

Meðfylgj­andi yf­ir­lit er gert upp úr gögn­um Fiski­stofu og má í því sjá stærstu 30 greiðend­ur veiðigjalda á liðnu fisk­veiðiári. Fimm af þess­um þrjá­tíu eru skráðir til húsa í Reykja­vík, fjór­ir í Vest­manna­eyj­um, þrír á Ak­ur­eyri og þrír í Grinda­vík.

31 millj­ón á dag

Ljóst er að veiðigjöld ís­lenskra út­gerða meira en tvö­fald­ast á milli fisk­veiðiára, en þær greiða sam­tals rúm­lega 11,2 millj­arða fyr­ir nýliðið fisk­veiðiár í sam­an­b­urði við 4,6 millj­arða á síðasta ári.

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi er um að ræða 933 millj­ón­ir króna á mánuði, eða 31 millj­ón króna á hverj­um ein­asta degi.

mbl.is