Eigum enga samleið með ísfisktogurum

Rætt við ráðherra (f.v.) Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts, Kristján …
Rætt við ráðherra (f.v.) Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, Víðir Jónsson, Grenivík, Pétur Sigurðsson, Árskógssandi, og Þröstur Jóhannsson, Hrísey, spá í spilin á aðalfundi Kletts.

Veiðigjöld, grásleppa í aflamark og netaveiðar krókabáta voru meðal umræðuefna á aðalfundi Kletts, félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, á laugardag.

Andri Viðar Víglundsson, formaður, segir að vel hafi verið mætt á fundinn eða 30 manns af um 100 félögum í Kletti. Á fundinum hafi gefist tækifæri til skoðanaskipta við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem mætti á fundinn.

„Varðandi veiðigjöldin þá komum við því á framfæri einu sinni sem oftar að við teljum smábátaútgerðina mjög ranglega flokkaða,“ segir Andri Viðar. „Við viljum greiða veiðigjöld í samræmi við okkar hagnað og erum ekkert að biðja um að farið verði öðruvísi með okkur heldur en aðra. Það verður einfaldlega að taka tillit til hagnaðar í greininni og við teljum að við séum mjög ranglega flokkaðir hjá veiðigjaldanefnd. Við eigum enga samleið með ísfisktogurum, sem jafnvel eru með fiskvinnslu á bak við sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: