Eigum enga samleið með ísfisktogurum

Rætt við ráðherra (f.v.) Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts, Kristján …
Rætt við ráðherra (f.v.) Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, Víðir Jónsson, Grenivík, Pétur Sigurðsson, Árskógssandi, og Þröstur Jóhannsson, Hrísey, spá í spilin á aðalfundi Kletts.

Veiðigjöld, grá­sleppa í afla­mark og neta­veiðar króka­báta voru meðal umræðuefna á aðal­fundi Kletts, fé­lags smá­báta­eig­enda á Norður­landi eystra, á laug­ar­dag.

Andri Viðar Víg­lunds­son, formaður, seg­ir að vel hafi verið mætt á fund­inn eða 30 manns af um 100 fé­lög­um í Kletti. Á fund­in­um hafi gef­ist tæki­færi til skoðana­skipta við Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sem mætti á fund­inn.

„Varðandi veiðigjöld­in þá kom­um við því á fram­færi einu sinni sem oft­ar að við telj­um smá­báta­út­gerðina mjög rang­lega flokkaða,“ seg­ir Andri Viðar. „Við vilj­um greiða veiðigjöld í sam­ræmi við okk­ar hagnað og erum ekk­ert að biðja um að farið verði öðru­vísi með okk­ur held­ur en aðra. Það verður ein­fald­lega að taka til­lit til hagnaðar í grein­inni og við telj­um að við séum mjög rang­lega flokkaðir hjá veiðigjalda­nefnd. Við eig­um enga sam­leið með ís­fisk­tog­ur­um, sem jafn­vel eru með fisk­vinnslu á bak við sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: