Rúmlega 11,2 milljarðar í veiðigjöld

Veiðigjöld eru lögð á mánaðarlega á grundvelli landaðs afla í …
Veiðigjöld eru lögð á mánaðarlega á grundvelli landaðs afla í hverjum mánuði. Ljósmynd/Borgar Björgvinsson

Íslensk­ar út­gerðir greiða sam­tals rúm­lega 11,2 millj­arða króna í veiðigjöld fyr­ir fisk­veiðiárið 2017/​2018, sem lauk 31. ág­úst. Veiðigjöld­in meira en tvö­fald­ast á milli ára, en fisk­veiðiárið 2016/​2017 námu þau um 4,6 millj­örðum króna. 

Það var í síðasta sinn sem veitt­ur var tíma­bund­inn af­slátt­ur af veiðigjaldi og nam hann þá um 927 millj­ón­um króna.

HB Grandi greiðir rúm­an millj­arð króna

Fiski­stofa birt­ir álagn­ingu veiðigjalda á vef sín­um í dag en þar má sjá að greiðend­ur eru 959 tals­ins. Ell­efu stærstu greiðend­urn­ir greiða um helm­ing veiðigjald­anna en sá stærsti, HB Grandi, greiðir rúm­an millj­arð króna.

Aðeins einu sinni áður hafa verið inn­heimt hærri veiðigjöld en nú, en álögð veiðigjöld fisk­veiðiárið 2012/​2013 námu alls 12,8 millj­örðum. Veiðigjöld vegna fisk­veiðiárs­ins 2015/​16 námu alls 6,9 millj­örðum. Veiðigjöld fisk­veiðiárið 2014/​15 voru 7,7 millj­arðar og 9,2 millj­arðar fisk­veiðiárið 2013/​2014.

Álagn­ing­in fær­ist nær í tíma

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, kynnti und­ir lok sept­em­ber­mánaðar nýtt frum­varp um veiðigjöld sem hann hef­ur lagt fram á Alþingi. „Þetta er miklu ein­fald­ara og auðskilja­legra. Við erum að ein­falda stjórn­sýsl­una og færa álagn­ingu veiðigjalds nær í tíma,“ sagði hann þá í sam­tali við 200 míl­ur.

Gild­andi lög um veiðigjöld renna út um ára­mót­in og þarf nýtt frum­varp því að taka gildi 1. janú­ar 2019. Kristján Þór er bjart­sýnn á að sátt verði um reglu­verkið sjálft en á von á því að skipt­ar skoðanir verði um upp­hæð gjalds­ins. „Ég von­ast eft­ir því að við get­um náð ágæt­lega sam­an um það hvernig við ætl­um að reikna gjaldið út, sem ég held að þetta frum­varp gefi al­veg fullt færi til. Svo get­um við og mun­um ör­ugg­lega hafa eðli­lega skipt­ar skoðanir um þá fjár­hæð sem at­vinnu­grein­inni er ætlað að greiða af fisk­veiðaauðlind­inni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina