Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt

Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt …
Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt í ljósi reynslu sinnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. mbl.is/RAX

„Par­ís­ar­sam­komu­lagið er bráðnauðsyn­legt skref á leiðinni til sjálf­bær­ari framtíðar. Það gæti hraðað þeim efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu umbreyt­ing­um sem eru nauðsyn­leg­ar til að tryggja framtíð plán­et­unn­ar okk­ar,“ sagði Michael Mann, yf­ir­maður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi, á opn­um fundi um Par­ís­ar­sam­komu­lagið sem fram fór í Há­skóla Íslands í dag.

Í des­em­ber verða liðin tvö ár frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið, sátt­máli um lofts­lags­mál, var und­ir­ritað. Í dag eiga 194 ríki, auk Evr­ópu­sam­bands­ins, aðild að samn­ingn­um. Á fund­in­um í dag var farið yfir þann ár­ang­ur sem hef­ur náðst frá því að samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður og hvað þarf að gera til að ná mark­miðum hans. 

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, tók einnig til máls á fund­in­um. „Staðan núna er sú að Ísland og Nor­eg­ur eiga í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um hlut­deild land­anna í heild­ar­sam­drætti á þessu svæði. Það verður vænt­an­lega kom­in niðurstaða á næsta ári,“ sagði ráðherra. Heild­ar­sam­drátt­ur­inn miðast við regl­ur sem ESB hef­ur þegar sett sem gera lönd­um þess kleift að ganga lengra en mark­miðið um að draga úr gróður­húsaloft­teg­und­um um 40% miðað við út­blást­ur árið 1990.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert

Guðmund­ur seg­ir að stór þátt­ur í að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um fel­ist í að geta um­bylt orku­kerf­inu í sam­göng­um „Við þurf­um að fara úr þessu inn­flutta meng­andi eldsneyti yfir í inn­lenda end­ur­nýj­an­legu orku, ekki ósvipað og við gerðum í hita­veitu­væðing­unni. Það er svo skýrt for­dæmi.“

Minni los­un þarf ekki að koma niður á efna­hag

Mann sagði að Evr­ópu­sam­bandið standi við fyr­ir­heit sín og muni leiða bar­átt­una gegn lofts­lags­breyt­ing­um á heimsvísu. Tím­inn sé hins veg­ar naum­ur.

Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi.
Michael Mann, yf­ir­maður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 23% um leið og hag­vöxt­ur jókst um 53%, á ár­un­um 1990-2016, hef­ur ESB sýnt fram á að það er hægt að draga úr los­un án þess að það komi niður á efna­hag landa,“ sagði Mann á fund­in­um í dag. 

Fund­ur um vinnu­áætlun Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins fer fram í Póllandi í des­em­ber. Þar verður kveðið á um hvernig Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu verður fram­fylgt. „Afar brýnt er að þar ná­ist góð samstaða,“ sagði Mann. Guðmund­ur Ingi mun sitja fund­inn, að minnsta kosti að hluta, fyr­ir Íslands hönd. 

Aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir­taks­fram­tak

Mann sagði Ísland deila mark­miðum ESB í lofts­lags­mál­um og seg­ir hann nýja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var í sept­em­ber, vera fyr­ir­taks­fram­tak, en í áætl­un­inni er meðal ann­ars stefnt að því að gera Ísland að kol­efn­is­lausu hag­kerfi fyr­ir 2040.

„Vegna reynslu sinn­ar af end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um get­ur Ísland kennt um­heim­in­um ým­is­legt. Við hlökk­um til ná­inn­ar sam­vinnu með Íslandi, við að tak­ast á við þessa risa­vöxnu áskor­un vorra tíma,“ sagði Mann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina