Kristinn ráðinn til FISK-Seafood

Kristinn Kristófersson.
Kristinn Kristófersson. Ljósmynd/FISK-Seafood

Kristinn Kristófersson hefur verið ráðinn til FISK-Seafood, en auk almennra verkefna fyrir félagið mun Kristinn sinna sérstaklega starfsemi fyrirtækisins á Snæfellsnesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en að því er þar segir býr Kristinn í Ólafsvík og starfaði áður hjá Deloitte, en sérsvið hans eru uppgjör og endurskoðun sjávarútvegsfyrirtækja.

Kristinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst en einnig er hann iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands af útvegssviði. Kristinn er kvæntur Auði Sigurjónsdóttur leikskólakennara og eiga þau saman þrjú börn.

„Við bjóðum Kristinn velkomin til starfa,“ segir í tilkynningu FISK-Seafood.

mbl.is