Óttast nýja tegund skógarelda

Skógareldar hafa verið gríðarlega miklir síðustu mánuði í Kaliforníu.
Skógareldar hafa verið gríðarlega miklir síðustu mánuði í Kaliforníu. AFP

Gríðarleg­ir þurrk­ar, skor­dýraplág­ur og lé­leg um­hirða í skóg­um hafa orðið til þess að á síðustu árum hafa millj­ón­ir trjáa í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna drep­ist, þar af um 130 millj­ón­ir í Kali­forn­íu einni sam­an. Þessi dauðu tré hafa svo orðið elds­mat­ur í feyki­leg­um gróðureld­um síðustu ár. 

Ástandið versnaði svo um munaði í sum­ar er hundruð millj­óna hekt­ara lands brunnu í nokkr­um ríkj­um á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Í síðustu viku brunnu enn gróðureld­ar á 71 stað. 

Og ástandið gæti enn átt eft­ir að versna. Fyrr á þessu ári vöruðu sér­fræðing­ar við nýrri teg­und skógar­elda sem gæti orðið hættu­legri en þeir eld­ar sem við höf­um þekkt hingað til. Þar kem­ur trjá­dauðinn til sög­unn­ar, ekki síst dauði barr­trjáa. Trén hafa m.a. drep­ist vegna þurrka og skor­dýraplága. 

Tryggja þarf heilbrigði skóganna og stundum ætti að leyfa skógareldum …
Tryggja þarf heil­brigði skóg­anna og stund­um ætti að leyfa skógar­eld­um að loga, seg­ir vís­indamaður sem rann­sakað hef­ur eðli skógar­elda. AFP

Í Sierra Nevada-fjöll­un­um í Kali­forn­íu nem­ur skógareyðing­in á sum­um svæðum um 90% og hafa yf­ir­völd lýst yfir neyðarástandi.

Hvað varðar sam­bandið milli trjá­dauðans og fjölg­un­ar skógar­elda þá verður að taka til­lit til margra og flók­inna þátta, seg­ir Brandon Coll­ins, vís­indamaður við Berkley-há­skóla, sem hef­ur gefið út bók um efnið. „Ein­fald­asta túlk­un­in er sú að fleiri dauð tré þýði meiri elds­mat­ur og að þá séu lík­ur á að eld­arn­ir verði ákafari og breiðist hraðar út,“ út­skýr­ir Coll­ins. 

En hins veg­ar breyt­ist grunneðli skógar­eld­anna ekki endi­lega við þetta. Fleira þarf að koma til.

Með tím­an­um falla nál­ar dauðu bar­trjánna til jarðar og hefta þannig jafn­vel út­breiðslu elda trjáa á milli. Þetta gæti orðið til þess að draga úr eld­um í trjákrón­un­um að sögn Coll­ins.

En með tím­an­um get­ur ástandið versnað því að 10-15 árum liðnum falla dauð tré til jarðar. „Þá er all­ur bol­ur­inn á jörðinni og skógar­eld­arn­ir breyt­ast. Þannig geta skap­ast skil­yrði fyr­ir stóra elda sem hafa mik­il áhrif á and­rúms­loftið. Þetta eru eld­ar sem hafa sprengi­kraft.“

Þeir gjósa hratt upp og eru óút­reikn­an­leg­ir. Log­arn­ir breiðast ekki út á milli trjákrón­anna held­ur með jörðinni þar sem þeir finna sann­kallað eldsneyti. „Þetta eru eld­ar sem breiðast út með allt öðrum hætti en við þekkj­um hingað til. Við get­um ekki einu sinni náð tök­um á þeim í sýnd­ar­líkön­um okk­ar.“

Í allt sumar hafa skógareldar kviknað víðs vegar á vesturströnd …
Í allt sum­ar hafa skógar­eld­ar kviknað víðs veg­ar á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Skóg­arn­ir eru þurr­ir eft­ir löng þurrka­tíma­bil sem rak­in eru til lofts­lags­breyt­inga. AFP

Trjá­dauðann má aðallega rekja til grimmi­legs víta­hrings sem lofts­lags­breyt­ing­ar valda, þ.e. langvar­andi þurrka sem valda mik­illi eyðilegg­ingu. Við þess­ar aðstæður verða trén ber­skjaldaðri fyr­ir plág­um af ýms­um toga, s.s. vegna fjalla­skóg­ar­bjöll­unn­ar sem lagst hef­ur á tré á allri vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Kan­ada. Bjall­an verp­ir und­ir trjá­berk­in­um.

En burt­séð frá þess­um nýtil­komnu vanda­mál­um var ástand banda­rískra skóga bág­borið fyr­ir að sögn Coll­ins. Hann seg­ir að viðhaldi þeirra hafi verið illa stjórnað.

Hann gagn­rýn­ir m.a. þá aðferðafræði að reyna að slökkva alla gróðurelda hvað sem það kosti. Það hafi leitt til þétt­ari skóga sem eru ósjálf­bær­ir.

Hann er þeirr­ar skoðunar að suma skógar­elda eigi ekki að slökkva. „Þeir geta hreinsað til í skóg­un­um án þess að drepa öll trén,“ seg­ir Coll­ins og bend­ir á að um ákveðið nátt­úru­lög­mál sé að ræða. 

Skóg­ar­stofn­un Banda­ríkj­anna sagðist á síðasta ári ætla að leggja áherslu á að grisja skóga til að auka heil­brigði þeirra svo þeir verði bet­ur í stakk bún­ir til að lifa af skógar­elda. 

Í fyrra fóru um 56% þeirra fjár­muna sem stofn­un­in hef­ur yfir að ráða í slökkvistarf. 

„Það kost­ar sí­fellt meira að slökkva eld­ana og á sama tíma er minna fé varið til viðhalds skóg­anna svo að þeir geti tek­ist á við skógar­elda og þurrka,“ sagði í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar um málið í fyrra. 

mbl.is