Vill leiða framkvæmdastjórn ESB

Alexander Stubb sækist eftir formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
Alexander Stubb sækist eftir formennsku í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. AFP

Al­ex­and­er Stubb, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, hef­ur lýst yfir fram­boði sínu til odd­vita EPP, banda­lags mið- og hægri­flokka, í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um sem fram fara næsta vor en í því felst að vera fram­bjóðandi banda­lags­ins til embætt­is for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB.

Stubb er vara­for­seti Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­ans, en hann gegndi áður embætti ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands árin 2011-2014 og var for­sæt­is­ráðherra til skamms tíma frá 2014-2015. Þá var hann um tíma þingmaður á Evr­ópuþing­inu. Nái hann kjöri verður hann fyrsti Norður­landa­bú­inn til að gegna embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar sem talið er, ásamt for­seta leiðtogaráðsins, það valda­mesta inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, að þjóðarleiðtog­um frá­töld­um.

Marg­ir nefnd­ir, fáir í fram­boði

Stubb er ann­ar liðsmaður EPP til að lýsa yfir fram­boði en áður hef­ur Man­fred We­ber, hinn þýski leiðtogi banda­lags­ins, lýst yfir fram­boði og nýt­ur hann stuðnings Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara. Þá hef­ur nafn Michel Barnier, aðal­samn­inga­manns ESB í viðræðunum um út­göngu Breta úr sam­band­inu, verið nefnt í því skyni.

Úr flokki Sósí­al­demó­krata (S&D) hef­ur Mar­os Sef­kovic, orku­mála­stjóri ESB, lýst yfir fram­boði í odd­vita­sæti flokks­ins, en Helle Thorn­ing-Schmidt, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hef­ur einnig þótt lík­leg­ur fram­bjóðandi, annaðhvort í embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar eða for­seta leiðtogaráðsins.

Helle Thorning-Schmidt hefur gert sig líklega til framboðs.
Helle Thorn­ing-Schmidt hef­ur gert sig lík­lega til fram­boðs. BAX LIND­H­AR­DT

Form­lega er skip­an for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar í hönd­um leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, þar sem for­set­ar eða for­sæt­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkj­anna sitja, en Evr­ópuþingið þarf síðan að kjósa um hinn til­nefnda og ber leiðtogaráðinu, sam­kvæmt Lissa­bon-sátt­mál­an­um, að hafa niður­stöður þing­kosn­ing­anna í huga.

Til­nefna flokka­banda­lög­in á Evr­ópuþing­inu því hvert sinn odd­vita (spitzenk­andi­dat) í embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar.

Jean-Clau­de Juncker, sitj­andi for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, tók við embætti 1. nóv­em­ber 2014 eft­ir Evr­ópuþing­kosn­ing­ar sama ár, en hann var odd­viti sama banda­lags, EPP, sem fékk mest fylgi í kosn­ing­un­um. Juncker, sem er 63 ára, hef­ur gefið það út að hann hygg­ist hætta að kjör­tíma­bil­inu loknu.

mbl.is