Langar þig að prófa nýjan veitingastað í nærandi umhverfi? Í Svíþjóð finnur þú algjöra perlu sem heitir Stedsans og er staðsett við rólegt vatn úti í skógi, þar sem allt er hugsað út frá umhverfinu sjálfu. Þetta er hinn fullkomni staður til að aftengjast stressinu í borginni og hlaða batteríin upp á nýtt. Það skín svo í gegn þegar ástríðan yfirtekur og fólk framkvæmir hugmyndir sínar á stað sem þessum.
En Stedsans er ekki bara veitingastaður, því þarna er líka boðið upp á gistingu í krúttlegum hýsum sem rúma tvo. Litlar hænur vappa um svæðið og gefa egg á morgunverðarborðið sem þykir hreint lostæti – heimabakað brauð, granola, ferskt grænmeti, ávextir og ber sem tínd eru af trjánum í kring. Einnig er fljótandi sauna, heitur pottur og þrír kanóar fyrir þá sem það vilja – okkur langar þetta allt saman.