Beiðni um frestun réttaráhrifa vísað frá

Beiðninni var vísað frá í dag.
Beiðninni var vísað frá í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði í dag frá beiðni um frest­un réttaráhrifa úr­sk­urða nefnd­ar­inn­ar í mál­um þar sem felld voru úr gildi rekst­ar­leyfi sem Mat­væla­stofn­un veitti Fjarðarlaxi og Arct­is Sea Farm vegna lax­eld­is í sjókví­um á Pat­reks­firði og Tálknafirði og starfs­leyfi sem Um­hverf­is­stofn­un veitti sömu fyr­ir­tækj­um.

Fram kem­ur í úr­sk­urðinum að heim­ild úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála til að fresta réttaráhrif­um eig­in úr­sk­urða er hvorki að finna í stjórn­sýslu­lög­um né sér­lög­um um úr­sk­urðar­nefnd­ina.

Í úr­sk­urðinum seg­ir að vafi leiki á heim­ild­um úr­sk­urðar­nefnda til slíkr­ar frest­un­ar. Bent er á að ráðherra sem fer með yf­ir­stjórn mála­flokka hafi heim­ild til frest­un­ar réttaráhrifa ákv­arðana sinna og úr­sk­urða, að öðrum skil­yrðum upp­fyllt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina