„Vestfirðingar eru reiðir“

Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði.
Fiskeldi við Hlaðseyri í Patreksfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það er áfall fyr­ir Vest­f­irði og þjóðarbúið í heild að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafi hafnað beiðni fyr­ir­tækj­anna Arna­lax (Fjarðarlax) og Arctic Fish (Arctic Sea Farm) um frest­un réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækja í full­um rekstri.“

Þetta seg­ir í álykt­un sem var samþykkt ein­róma af kjörn­um full­trú­um allra sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum á haustþingi Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga.

„Vest­f­irðing­ar eru reiðir og sætta sig ekki leng­ur við við úrræðal­eysi og getu­leysi kerf­is­ins.“

Í álykt­un­inni er þess kraf­ist að Alþingi og rík­is­stjórn „grípi taf­ar­laust inn í þá at­b­urðarrás sem úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar hef­ur sett af stað og tryggi áfram­hald­andi rekstr­ar­grund­völl þeirra fisk­eld­is­fyr­ir­tækja sem byggt hafa upp starf­semi sína á Vest­fjörðum“.

Fram kem­ur að störf og lífsaf­koma 300 manns séu í bráðri hættu.

„Fisk­eldi á Vest­fjörðum er nú þegar orðin burðarás í sam­fé­lag­inu og mun þessi at­b­urðarás, ef ekk­ert verður að gert, hafa af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir Vest­f­irði og sam­fé­lagið þar til fram­búðar.“

mbl.is