Skynsamlegar lausnir þurfi í fiskeldi

Sigurður Ingi Jóhannsson segir jákvæð áhrif fiskeldis á byggðaþróun staðreynd.
Sigurður Ingi Jóhannsson segir jákvæð áhrif fiskeldis á byggðaþróun staðreynd. Sigurður Bogi Sævarsson

Mik­il­vægi fisk­eld­is í upp­bygg­ingu byggða á Vest- og Aust­fjörðum er staðreynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­mál. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í stöðuupp­færslu á Face­book í dag. Hann seg­ir það mega vera öll­um ljóst að finna þurfi skyn­sam­leg­ar lausn­ir á nú­ver­andi stöðu.

Sig­urður Ingi seg­ir að fram til árs­ins 2012 hafi verið viðvar­andi fólks­fækk­un á sunn­an­verðum Vest­fjörðum, en að þá hafi þró­un­in snú­ist við vegna upp­bygg­ing­ar fisk­eld­is. Þar séu á bil­inu 160 og 170 bein störf hjá fyr­ir­tækj­um í fisk­eldi og um 150 óbein störf. Þá hafi íbúaþróun á norðan­verðum Vest­fjörðum snú­ist við á síðasta ári, meðal ann­ars vegna fisk­eld­is, og fisk­eldi haft já­kvæð áhrif á íbúaþróun byggða á sunn­an­verðum Aust­fjörðum.

„Það er mik­il­vægt að all­ir átti sig á raun­stöðunni og mik­il­vægi þess að at­vinna sé til staðar. Í öðrum lönd­um höf­um við séð ná­kvæm­lega sömu þróun – þ.e. að svæði sem áður máttu þola fólks­fækk­un hafa nú snúið við með upp­bygg­ingu fisk­eld­is á þeim svæðum.“

Hann seg­ir alla sam­mála um mik­il­vægi þess að byggja fisk­eldið upp á var­kár­inn og sjálf­bær­an hátt. „Það er held­ur ekk­ert óeðli­legt að á ein­stök­um at­vinnu­grein­um séu skipt­ar skoðanir en það verður að gera þá kröfu til þeirra sem um mál­in fjalla að þeir fari ekki með rangt mál – jafn­vel staðlausa stafi.“ 

mbl.is