Vilja veðurupplýsingar af hafinu

Hitastig sjávar ræður miklu um veðráttu, segir Árni Snorrason forstjóri …
Hitastig sjávar ræður miklu um veðráttu, segir Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands. Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna hlýn­un­ar í hafi og and­rúmi hef­ur verið minna um haf­ís við aust­ur­strönd Græn­lands á und­an­förn­um árum svo borga­rís­jaka úr jökl­um rek­ur nú greiðar en áður á haf út og með vest­læg­um átt­um að Íslands­strönd­um. Þetta seg­ir Árni Snorra­son for­stjóri Veður­stofu Íslands.

Und­an­farið hafa reglu­lega borist frétt­ir af borga­rís­jök­um fyr­ir norðan land, klump­um sem hafa verið sjald­séðir hér við land í seinni tíð. Í þessu sam­bandi minn­ir Árni Snorra­son á að borga­rís hafi um all­ar ald­ir leitað óreglu­lega að Íslands­strönd­um. Á síðustu tutt­ugu árum eða svo hafi skriðhraði jökla á Græn­landi hins veg­ar auk­ist sem hafi leitt af sér meiri kelf­ingu.

Hafísbreiða út af Vestfjörðum.
Haf­ís­breiða út af Vest­fjörðum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Brýnt er að efla veður­at­hug­an­ir og rann­sókn­ir á veðráttu á norður­slóðum; bæði vegna lofts­lags­breyt­ing­anna og eins sigl­inga. Skemmti­ferðaskip fara oft að aust­ur­strönd Græn­lands og norður að Sval­b­arða, en ör­yggis­atriði vegna þeirra sigl­inga hafa verið í skoðun að und­an­förnu. Reynd­ar er alltaf mjög eft­ir­sókn­ar­vert að fá betri veður­gögn frá skip­um á hafi úti. Við höf­um að und­an­förnu vakið máls á því við út­gerðarfé­lög og óskað sam­starfs. Þannig sjá­um við fyr­ir okk­ur að koma mætti mæli­tækj­um fyr­ir um borð í skip­um og bát­um, hvort held­ur sem þau eru á grunn­slóð eða lengra úti,“ seg­ir Árni og held­ur áfram:

Gögn eru gull

Borgarísjaki í minni Eyjafjarðar fyrir nokkrum dögum.
Borga­rís­jaki í minni Eyja­fjarðar fyr­ir nokkr­um dög­um. Ljósm/Þ​or­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son

„Fyr­ir vís­ind­in eru veður­gögn utan af hafi al­gjört gull, svo miklu ræður hita­stig sjáv­ar alltaf um veðráttu. Svör við mörg­um spurn­ing­um veður­fræðinn­ar er að finna í haf­inu. Aukn­um fjár­mun­um sem við fáum til rann­sókn­ar­starfs, til dæm­is í gegn­um alþjóðlegt sam­starf, mun­um við verja til að fylgj­ast með veðráttu úti á sjó.”

 

mbl.is