„Bregðist við núna, fábjánar“

00:00
00:00

Þetta er lokaviðvör­un­in eigi að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5°, segja vís­inda­menn í nýrri  og ít­ar­legri skýrslu um hætt­una sem jörðinni staf­ar af hlýn­un jarðar.

Miðað við nú­ver­andi þróun stefn­ir í 3° hlýn­un og eigi að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5° þá er þörf á „hröðum, víðtæk­um og for­dæm­is­laus­um breyt­ing­um á öll­um hliðum þjóðfé­lags­ins. Kostnaður­inn við slík­ar aðgerðir verður líka veru­lega hár, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni. Tæki­færi til þess að spyrna við fót­um sé hins veg­ar enn til staðar.

BBC seg­ir að eft­ir þriggja ára rann­sókn­ir og viku­lang­ar deil­ur milli vís­inda­manna og emb­ætt­is­manna stjórn­valda á fundi í Suður-Kór­eu, þá hafi lofts­lags­nefnd­ Sam­einuðu þjóðanna  IPCC, gefið út skýrslu sína þar sem varað er við áhrif­um þess að hlýn­un jarðar fari yfir 1,5°.

Þörf á for­dæm­is­laus­um og kostnaðar­söm­um breyt­ing­um

BBC seg­ir 33 blaðsíðna yf­ir­lit skýrsl­unn­ar fyr­ir stjórn­völd vissu­lega bera merki erfiðra samn­ingaviðræðna milli vís­inda­manna sem hafi verið staðráðnir í að halda sig við það sem fram komi í rann­sókn­um sín­um og póli­tískra full­trúa sem hafi meiri áhyggj­ur af efna­hags­mál­um og lífs­gæðum.

Þrátt fyr­ir óumflýj­an­leg­ar mála­miðlan­ir kom­ist sum skila­boðanna skýrt í gegn.

„Í fyrsta lagi er það að því fylgi marg­vís­leg­ur ávinn­ing­ur að tak­marka hlýn­un jarðar við 1,5° í stað 2°. Það dreg­ur úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á mjög mik­il­væga vegu,“ hef­ur BBC eft­ir pró­fess­or Jim Skea ein­um stjórn­ar­formanna IPCC.

„Í öðru lagi eru það eðli þeirra for­dæm­is­lausu breyt­inga sem eru nauðsyn­leg­ar eigi okk­ur að tak­ast að tak­marka hlýn­un­ina við 1,5°,“ bætti hann við. Það feli í sér breyt­ingu á orku­kerf­um, breyt­ing­ar á land­nýt­ingu og sam­göng­um.

„Vís­inda­menn kynni að langa til að skrifa með há­stöf­um: „BREGÐIST VIÐ NÚNA, FÁBJÁNAR“, en þeir verða að segja það með staðreynd­um og töl­um,“ hef­ur BBC eft­ir Kaisa Koson­en ein­um full­trúa Green­peace sem var áhorf­andi að samn­ingaviðræðunum. „Og það hafa þeir gert.“

Reyk leggur frá orkuveri í Sofia í Búgaríu. Í skýrslunni …
Reyk legg­ur frá orku­veri í Sofia í Búgaríu. Í skýrsl­unni seg­ir að þörf sé „hröðum, víðtæk­um og for­dæm­is­laus­um breyt­ing­um á öll­um hliðum þjóðfé­lags­ins“ eigi að tak­ast að halda hlýn­un jarðar við 1,5° mark­miðið. AFP

Ten­ingakast með lífs­skil­yrði á jörðinni

Staðreynd­ir og töl­ur hafi verið notaðar til að draga upp mynd af heimi sem sé hættu­lega sjúk­ur af manna­völd­um. Til þessa hafi hugs­un­in verið sú að tak­ist okk­ur að halda hlýn­un jarðar und­ir 2° á þess­ari öld, þá verði þær breyt­ing­ar sem við upp­lif­um af völd­um hlýn­un­ar jarðar viðráðan­leg­ar.

Svo sé hins veg­ar ekki leng­ur. Sam­kvæmt nýju skýrsl­unni sé það ten­ingakast með lífs­skil­yrði á jörðinni fari hlýn­un jarðar upp fyr­ir 1,5°. Raun­ar sé hætta á að hlýn­un jarðar verði kom­in upp fyr­ir 1,5° strax árið 2030, sem sé inn­an 12 ára,

Eigi að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir þessu mark­miði sé þörf á brýn­um, um­fangs­mikl­um breyt­ing­um hjá stjórn­völd­um og ein­stak­ling­um. Auk þess þurfi veru­legra fjár­fest­inga við eigi þetta að tak­ast, eða um 2,5% af vergri hnatt­rænni fram­leiðslu næstu tvo ára­tug­ina.

Jafn­vel með þeirri fjár­fest­ingu þurfi einnig við véla, trjáa og gróðurs til að binda kolt­vís­ir­ing úr and­rúms­loft­inu svo hægt sé að fanga hann og vista neðanj­arðar það sem eft­ir er.

Með tár­in í aug­um eft­ir kynn­ing­una

Fari hlýn­un jarðar svo mikið sem 0,5° um­fram 1,5° mark­miðið mun hætt­an á flóðum, öfga­kennd­um hita­bylgj­um, þurrk­um, skógar­eld­um og fá­tækt aukast veru­lega fyr­ir hundruð millj­ón­ir manna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Guar­di­an um skýrsl­una. Seg­ir Guar­di­an raun­ar suma fund­ar­gesta þeirra 195 þjóða sem mættu á fund IPCC í Suður-Kór­eu, hafa verið með tár­in í aug­un­um á meðan að aðrir hafi faðmast eft­ir kynn­ing­una.

0,5° viðbót­arhækk­un kann einnig að leiða til þess að viss­ar kór­al­teg­und­ir þurrk­ist út og eyk­ur enn frek­ar á álagið á heim­skauta­svæðin.

„Þetta er lína í sand­in­um og hún seg­ir okk­ar teg­und að þetta sé stund­in og við verðum að bregðast við núna,“ hef­ur Guar­di­an eft­ir Debra Roberts, ein­um höf­unda þess kafla skýrsl­unn­ar sem fjall­ar um áhrif breyt­ing­anna. „Þetta er há­vær­asta viðvör­un­ar­bjalla vís­inda­sam­fé­lagið hef­ur hringt og ég vona að hún komi hreyf­ingu á fólk og dragi úr værukærn­inni.“

Skilti með orðunum „Ástæða til að vona“ var komið fyrir …
Skilti með orðunum „Ástæða til að vona“ var komið fyr­ir af aðgerðar­sinn­um Green­peace, fram­an við ráðstefnumiðstöðina í Suður-Kór­eu fyr­ir fund­inn. AFP

Breikk­andi gjá milli vís­inda og stjórn­mála

Stjórn­völd þeirra ríkja sem eiga aðild að lofts­lags­sam­komu­lag­inu fóru fram á gerð skýrsl­unn­ar á lofts­lags­fund­in­um í Par­ís 2016. Frá þeim tíma hef­ur gjá­in milli vís­inda­manna og stjórn­mála­manna hins veg­ar breikkað. Don­ald Trump  Banda­ríkja­for­seti hef­ur m.a. heitið því að segja Banda­rík­in frá lofts­lags­sam­komu­lag­inu og í gær fór hægri öfgamaður­inn Jair Bol­son­aro með sig­ur af hólmi í fyrstu um­ferð bras­il­ísku for­seta­kosn­ing­anna. Bol­son­aro hef­ur m.a. heitið því að opna á að regn­skóg­ar Amazon víki fyr­ir land­búnaðarrækt.

Hita­stig á jörðinni er nú þegar 1° hlýrra en það var fyr­ir tíma iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Óvenju­mikl­ir þurrk­ar í Höfðaborg í Suður-Afr­íku, ofsa­fengn­ir felli­bylj­ir í Banda­ríkj­un­um og skógar­eld­ar á norður­heim­skauts­svæðum eru, að því er fram kem­ur í skýrslu IPCC, skýr merki þess að áhrifa lofts­lags­breyt­inga gæt­ir nú þegar. Er í skýrsl­unni varað því því að hver ein­asta brota­brots­hækk­un til viðbót­ar geri áhrif­in verri.

Vís­inda­menn rýndu vand­lega í 6.000 rann­sókn­ir sem vitnað var í í skýrsl­unni og segja það hafa verið op­in­ber­un hversu mikl­ar breyt­ing­ar gátu fylgt hálfr­ar gráðu hlýn­un. „Við sjá­um að það er mun­ur og að hann er veru­leg­ur,“ sagði Roberts.

Hætta á veru­leg­um líf­rík­is­breyt­ing­um

Tak­ist að halda hlýn­un jarðar við 1,5° viðmiðið verður sá hluti jarðarbúa sem býr við vatns­skort 50% lægri en fari hlýn­un­in upp 2°.  Mat­ar­skort­ur verður sömu­leiðis minna vanda­mál og þeim fjölda íbúa í fá­tæk­ari ríkj­um, sem eru í hættu á að búa við fá­tækt tengda lofts­lag­breyt­ing­um, mun einnig fækka um hundruð millj­ón­ir.

Veru­leg­ar breyt­ing­ar yrðu einnig á líf­rík­inu. Þannig eru næst­um helm­ingi meiri lík­ur á að skor­dýr, sem eru mik­il­væg fyr­ir frjóvg­un upp­skeru og plantna, missi um helm­ing heim­kynna sinna.

Hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar vegna bráðnun­ar jökla, mun hafa áhrif á um 10 millj­ón­ir manna árið 2100 fari hlýn­un­in upp í 2°. Súrn­un sjáv­ar og minna súr­efn­is­magn í haf­inu verða einnig meiri við 2°.

Draga þarf úr kolt­vís­ir­ings­meng­un um 45% fyr­ir 2030

Skýrsl­an verður kynnt á fundi Sam­einuðu þjóðanna í Póllandi fyr­ir árs­lok, en í henni bend­ir IPCC á fjór­ar leiðir til að ná því mark­miði að halda hlýn­un jarðar við 1,5° . Í öll­um þeirra leik­ur end­ur­heimt skóga stórt hlut­verk, sem og að breyta sam­göngu­mát­um á þá vegu að raf­magn leiki þar stærra hlut­verk og að auk­in áhersla sé lögð á tækni til að binda kolt­vís­ir­ing.

Draga þurfi úr kolt­vís­ir­ings­meng­un um 45% fyr­ir 2030, í stað 20% líkt og 2° mark­miðið geri ráð fyr­ir. Strax árið 2050 verði kolt­vís­ir­ings­meng­un að vera orðin 0% í staðin fyr­ir að mark­miðið ná­ist 2075.

Eigi þetta að tak­ast verði eldsneytis­verð að vera þris­var til fjór­um sinn­um hærra en þörf sé á miðað við 2° mark­miðið. Kostnaður­inn við að gera ekk­ert sé hins veg­ar mun hærri.

„Við höf­um kynnt stjórn­völd­um nokkra erfiða kosti. Við höf­um bent þeim á þann mikla ávinn­ing sem fel­ist í því að ná 1,5° mark­miðinu og þá for­dæm­is­lausu breyt­ingu sem þurfi að verða á orku­kerf­um og sam­göng­ur eigi þetta að nást,“ sagði Skea. „Við höf­um sýnt fram á með lög­mál­um eðlis- og efna­fræði að þetta sé hægt. Loka­svarið er hinn póli­tíski vilji. Við get­um ekki svarað fyr­ir hann.“

Kóralrif í Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi. 2 ° hlýnun jarðar kann …
Kór­alrif í Nýju-Kal­edón­íu í Kyrra­hafi. 2 ° hlýn­un jarðar kann að leiða til þess að viss­ar kór­al­teg­und­ir þurrk­ist út. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina