Sjómannafélög vinna að sameiningu

Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn …
Farið er að sjást til lands í viðræðunum, að sögn Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Eggert

Að minnsta kosti fimm sjó­manna­fé­lög hafa rætt sín á milli um sam­ein­ingu und­an­farna mánuði. Um er að ræða Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­un, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Sjó­manna­fé­lags Íslands.

Seg­ir þar að viðræðurn­ar hafi skilað þeim ár­angri að farið sé að sjást til lands.

„Get­um sam­einað krafta okk­ar“

„Við mun­um því halda ótrauðir áfram og von­andi get­um við lagt af stað í kynn­ingu á því hvernig vænt­an­legt fé­lag muni líta út eft­ir ekki svo lang­an tíma. Það verða jú auðvitað fé­lags­menn þess­ara fé­laga sem eiga síðasta orðið í því hvort af þessu verður eða ekki,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Mark­mið sam­ein­ing­ar er að búa til stórt og öfl­ugt fé­lag til að standa að baki sjó­mönn­um þessa lands. Með þessu móti get­um við sam­einað krafta okk­ar og þannig skapað grund­völl til að setja gríðarlega inn­spýt­ingu [í] allt okk­ar starf, ekki síst þær kjara­samn­ingsviðræður sem framund­an eru við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.“

mbl.is