12 ár stuttur tími fyrir svona breytingar

Svifryksmengun á götum í Reykjavík. Halldór segir stærsta verkefnið sem …
Svifryksmengun á götum í Reykjavík. Halldór segir stærsta verkefnið sem nú blasi við Íslendingum vera orkuskipti í samgöngum. mbl.is/RAX

Íslenska þjóðin í heild þarf að taka sig á í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, ekki bara stjórn­völd, seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formaður lofts­lags­ráðs og fyrr­ver­andi for­stöðumaður lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna. Stjórn­völd og þá bæði rík­is­vald og sveit­ar­fé­lög gegni engu að síður mik­il­vægu hlut­verki í bar­átt­unni gegn hlýn­un jarðar.

Niður­stöður nýrr­ar skýrslu lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, IPCC, voru kynnt­ar í viku­byrj­un. Þar kem­ur fram að miðað við nú­ver­andi þróun stefni í 3° hlýn­un jarðar. Skýrsl­an sé lokaviðvör­un vís­inda­manna og eigi að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5° sé þörf á „hröðum, víðtæk­um og for­dæm­is­laus­um breyt­ing­um á öll­um hliðum þjóðfé­lags­ins.“ Slík­ar aðgerðir verði veru­lega kostnaðarsam­ar, en dýr­keypt­ara verði að gera ekki neitt.

Njót­um fram­sýni fyrri kyn­slóða

Í skýrsl­unni er talað um að 2,5% af vergri fram­leiðslu heims­ins þyrftu að fara í aðgerðir vegna lofts­lags­mála næstu 20 árin eigi mark­miðið að nást og benti RÚV í um­fjöll­un sinni á mánu­dag á að þeir 1,36 millj­arðar sem ís­lensk stjórn­völd ætla í mála­flokk­inn ár­lega næstu fimm árin sé fjarri 2,5% af vergri þjóðarfram­leiðslu. Upp­hæðin sé nær því að vera 0,05%.

„Þessi skýrsla er ekki að leggja til að all­ar þjóðir séu með sömu töl­una þegar kem­ur að fjár­fest­ing­um á þessu sviði,“ seg­ir Hall­dór. „Hér á Íslandi njót­um við fram­sýni fyrri kyn­slóða og erum þannig þegar búin að ráðast í þær fjár­fest­ing­ar sem ná­grannaþjóðirn­ar eru núna að ganga í, vegna þess að við erum þegar búin að ná þeim ár­angri að öll raf­orkan er hrein. Það er því vill­andi að taka heimsmeðaltalið varðandi fjár­fest­ing­ar og heim­færa það yfir á það sem Ísland þarf að gera.“

Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, …
Hall­dór Þor­geirs­son, formaður lofts­lags­ráðs og fyrr­ver­andi for­stöðumaður lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir ís­lensku þjóðina í heild þurfa að taka sig á í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Orku­skipti í sam­göng­um stærsta verk­efnið

Stærsta verk­efnið sem nú blasi við Íslend­ing­um séu orku­skipti í sam­göng­um. „Þau eru mjög spenn­andi viðfangs­efni og það er í þjóðar­hag að fara í þessi þriðju orku­skipti, sem þau stund­um eru kölluð. Okk­ar kyn­slóð nýt­ur þess í dag að þeir sem á und­an komu höfðu dug til þess að nýta jarðvarmann.“  

Svipuð staða sé upp á ten­ingn­um núna. „Við þurf­um, sem þjóð, að bjóða okk­ar fólki upp á að geta kom­ist milli staða með al­menn­ings­sam­göng­um sem nýta hreina ís­lenska inn­lenda orku í stað þess að flytja inn jarðefna­eldsneyti frá öðrum þjóðum.“

Hall­dór nefn­ir að mörg verk­efn­anna í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um hafi færst á hend­ur sveit­ar­fé­laga og nefn­ir al­menn­ings­sam­göng­ur sem dæmi. „Það er allt í lagi að eiga einka­bíl, en það óþægi­legt að vera þræll bíls­ins og kom­ast ekk­ert án hans.“ Þeir sem hafi búið þar sem al­menn­ings­sam­göng­ur eru góðar þekki frelsið sem sé því sam­fara.“

Mik­il­vægt sé hins veg­ar að horfa frek­ar á málið út frá þeim kost­um sem séu sam­fara breyt­ing­um á sam­göngu­kerf­inu, frek­ar en að ráðast á einka­bíl­inn sem sér­stakt vanda­mál. „Það er margt sem erfitt get­ur verið að gera á Íslandi án hans, en val­kost­irn­ir þurfa að vera fleiri,“ seg­ir Hall­dór.

Í ný­legri aðgerðaáætl­un ís­lenskra stjórn­valda er kveðið á um að ný­skrán­ing bíla sem ganga ein­göngu fyr­ir jarðefna­eldsneyti verði bönnuð eft­ir 2030. Spurður hvort þetta sé ekki of lítið og of seint, þar sem los­un kolt­víoxíðs á heimsvísu þarf að minnka um helm­ing á næstu 12 árum, seg­ir Hall­dór svo ekki vera. „Þessi ákvörðun er loka­punkt­ur­inn á þeim um­skipt­um sem verið er að vinna að. Þú byrj­ar ekki á að banna notk­un bíla sem byggja á jarðefna­eldsneyti fyrr en eft­ir að búið er að byggja upp aðra val­kosti og það er það sem verið er að gera. Ég geri ráð fyr­ir því að árið 2030 verði mjög lít­ill áhugi á að kaupa bíla sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti.“

Ekki komið nógu langt í að raf­væða ferðaþjón­ust­una

Sjálf­ur er hann líka þeirr­ar skoðunar að nýta eigi efna­hags­hvata til að flýta fyr­ir orku­skipt­um í sam­göng­um, frek­ar en að hækka eldsneytis­verð. „Það er skyn­sam­legra að beina frek­ar at­hygl­inni að því lækka inn­flutn­ings­gjöld og aðra gjald­töku á ný­fjár­fest­ing­um í sam­göng­um. Bens­ín- og olíu­verð á Íslandi er þegar mjög hátt og hef­ur ekki dugað til að draga úr áhuga fólks á að kaupa bíla sem eyða miklu,“ út­skýr­ir Hall­dór. Þess vegna ættu stjórn­völd frek­ar að beina at­hygl­inni að því að sveit­ar­fé­lög t.d. geti fjár­fest í raf­magns­stræt­is­vögn­um. Eins megi vel skoða að liðka fyr­ir end­ur­nýj­un á hóp­ferðabíl­um og gera þá um­hverf­i­s­vænni.

Ísland er held­ur ekki komið nógu langt í að raf­væða sam­göng­ur sem t.d. lúta að ferðaþjón­ust­unni. „Við not­um enn þá dísi­lol­íu til að koma fólki frá flug­vell­in­um í Kefla­vík til Reykja­vík­ur, þrátt fyr­ir að til séu lausn­ir sem myndu henta mjög vel við slík­ar aðstæður.“ Þannig sé auðvelt að koma hleðslu­stöðvum fyr­ir á báðum enda­stöðum og vel megi raf­orku­væða slík­ar sam­göng­ur án til­komu lest­arteina. „Það myndi líka und­ir­strika ímynd Íslands og þeirr­ar grænu orku sem landið hef­ur upp á að bjóða.“

Hall­dór seg­ir um­bylt­ing­una þegar í gangi, en hún þurfi vissu­lega að ganga hraðar fyr­ir sig. „Í dag  er 6 mánaða af­greiðslu­frest­ur á mörg­um raf­bíl­anna vegna þess að eft­ir­spurn­in er það mik­il.“

Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli. Ísland er ekki komið nógu langt í …
Ferðamenn á Kefla­vík­ur­flug­velli. Ísland er ekki komið nógu langt í að raf­væða sam­göng­ur sem t.d. lúta að ferðaþjón­ust­unni. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Mik­il los­un frá úr­gangi og við plast­fram­leiðslu

Annað stórt verk­efni sem Íslend­ing­ar, líkt og aðrar þjóðir heims, þurfa að tak­ast á við er los­un frá úr­gangi. „Þess vegna skipt­ir líka tölu­verðu máli að við horf­um á neysl­una og drög­um úr mynd­un úr­gangs. Það er t.d. mik­il los­un sam­fara fram­leiðslu á plasti og fyr­ir vikið er plast ekki bara vanda­mál í haf­inu, held­ur er líka orku­notk­un til plast­fram­leiðslu á heimsvísu að aukast jafnt og þétt og það er mikið áhyggju­efni,“ seg­ir Hall­dór. „Við get­um því gert mikið með því bara hvernig við hög­um okk­ar inn­kaup­um og hvernig við göng­um frá því sem við höf­um keypt.“

Hvað los­un kolt­víoxíðs frá stóriðju á Íslandi varðar seg­ir Hall­dór flest þeirra vera í for­ystu­sveit.  „Sér­stak­lega ál­fyr­ir­tæk­in og eldri kís­iliðjan,“ bæt­ir hann við. „Það hef­ur líka náðst mik­ill ár­ang­ur við að draga úr los­un sam­fara fisk­veiðum  og sú tækni sem hef­ur verið notuð til að draga úr þeirri los­un er nú flutt út til annarra þjóða.“ Þegar farið sé að leita lausna reyn­ist þær oft verðmæt­ar og nýt­ist einnig öðrum.

Lít­ill tími er til stefnu, en í skýrsl­unni kem­ur líkt og áður sagði fram að út­blást­ur kolt­víoxíðs þurfi árið 2030 að hafa lækkað um 45% frá því sem var 2010. Frá 2010 hef­ur los­un­in hins veg­ar auk­ist og því þarf í dag að helm­inga heims­los­un­ina eigi mark­miðið um að halda hlýn­un jarðar við 1,5° mark­miðið að tak­ast.

Spurður hvort þetta sé ger­legt seg­ir hann svo vera. Breyt­ing­ar sem gera þarf séu hins veg­ar þess eðlis að þær skili ekki ár­angri sam­tím­is. „Því er það svo að þó að við höf­um 12 ár til stefnu, þá er það mjög stutt­ur tími þegar kem­ur að svona breyt­ing­um.“

Bind­ing kolt­víoxíðs með land­græðslu og skóg­rækt og að draga úr los­un með end­ur­heimt vot­lend­is eru mik­il­væg­ur þætt­ir í því að ná að helm­inga nettó los­un­ina fyr­ir 2030 [þ.e. sú los­un sem er að  að frá­dreg­inni þeirri bind­ingu sem þegar á sér stað]. „Það er ger­legt að ná þessu mark­miði, en það er ekki auðvelt. Það er ger­legt ef að við gríp­um strax til stór­felldra aðgerða. Það er hins veg­ar ekki hægt að bíða leng­ur og þess vegna er svo mik­il­vægt að hægt sé að ná ár­angri hér og nú.“

Losun frá úrgangi er stórt verkefni sem Íslendingar, líkt og …
Los­un frá úr­gangi er stórt verk­efni sem Íslend­ing­ar, líkt og aðrar þjóðir heims, þurfa að tak­ast á við. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Skiln­ing­ur á vand­an­um meiri en verið hef­ur

Í far­vatn­inu er að setja á stofn lofts­lags­sjóð sem á að fjár­magna ný­sköp­un í tengsl­um við lofts­lags­mál og seg­ir Hall­dór það verk­efni vera mjög brýnt. „Ný­sköp­un í tengsl­um við lofts­lags­mál er það sem er al­mennt að knýja áfram hag­vöxt í heim­in­um,“ seg­ir hann.

Hann kveðst líka vera bjart­sýnn á að þrátt fyr­ir svarta skýrslu tak­ist mann­kyni að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5°. „Það er meiri samstaða á heimsvísu um þessi mál held­ur en nokk­urn tím­ann hef­ur verið,“ seg­ir Hall­dór. Ein­stak­ar þjóðir haldi vissu­lega enn í von­ina um að vand­inn við lofts­lags­breyt­ing­ar  byggi á mis­skiln­ingi en þær séu fáar. Samstaðan sé mun meiri og hún nái langt út fyr­ir rík­is­stjórn­ir. Hún sé einnig til staðar í at­vinnu­líf­inu og hjá og sveit­ar­fé­lög­um.

„Ég er líka bjart­sýnn vegna þess hve þess­ar breyt­ing­ar sem þarf að ráðast í hafa marga aðra kosti í för með sér,“ bæt­ir Hall­dór við. Þær séu ekki ein­göngu rétt­læt­an­leg­ar út frá lofts­lags­vand­an­um, held­ur einnig sam­far­andi plast­vand­an­um og loft­meng­un. „Skiln­ing­ur­inn á því hversu al­var­legt málið er er líka alltaf að aukast, af því að við erum að sjá meiri af­taka­veður og hvernig þau, þurrk­ar, flóð og felli­byl­ir eru að gera flótta­manna­vand­ann sem fyr­ir var mikl­um mun erfiðari viður­eign­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina