Kópavogur móti stefnu í loftslagsmálum

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Ómar

Pírat­ar í Kópa­vogi lögðu á bæj­ar­ráðsfundi í morg­un fram til­lögu þess efn­is að Kópa­vogs­bær móti sér stefnu í lofts­lags­mál­um.

Þar skuli dreg­in fram mark­mið til að draga úr út­blæstri kolt­víoxíðs í and­rúms­loftið, bæði fyr­ir Kópa­vogs­bæ sem sveit­ar­fé­lag og vinnustað, ásamt aðgerðaáætl­un og eft­ir­fylgni.

Fram kem­ur að fá sveit­ar­fé­lög á Íslandi hafi sett sér stefnu í lofts­lags­mál­um og að hérna fái Kópa­vog­ur tæki­færi til að marka sér sess sem sjálf­bært fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lag í lofts­lags­mál­um á Íslandi.

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir lagði fram eft­ir­far­andi bók­un:

„Hnatt­ræn hlýn­un af manna­völd­um er helsta vá okk­ar tíma. Við þurf­um að bregðast við strax og það er mik­il­vægt skref að sveit­ar­fé­lög leggi metnað í að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um og stefni að kol­efn­is­hlut­leysi eins fljótt og auðið er.“

mbl.is