Sameining sjómannafélaga á lokametrunum

Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar …
Kjarasamningar sjómanna verða lausir í desember 2019, en eftir erfiðar viðræður og um tíu vikna verkfall voru samningar undirritaðir í febrúar 2017. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands í vik­unni var haldið í skugga viðræðna fimm af stærstu sjó­manna­fé­lög­um lands­ins um sam­ein­ingu í eitt stórt stétt­ar­fé­lag sjó­manna. Verði af slíkri sam­ein­ingu er úr­sögn þriggja fé­laga úr Sjó­manna­sam­band­inu ráðgerð, en í lög­um SSÍ seg­ir að sam­bandið sé heild­ar­sam­tök sjó­manna í land­inu. Þeir sem standa fyr­ir viðræðunum telja að með sam­ein­ingu verði til sterkt afl í viðræðum við út­gerðina og öðrum hags­muna­mál­um sjó­manna.

Fé­lög­in sem eiga nú í viðræðum um sam­ein­ingu eru Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur, Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar, Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn í Vest­manna­eyj­um. Þegar greint var frá viðræðunum í viku­byrj­un var sagt að mögu­lega yrðu fé­lög­in enn fleiri. Sjó­manna­fé­lag Ólafs­fjarðar stend­ur utan þess­ara viðræðna, en síðan eru mörg blönduð fé­lög inn­an SSÍ með bæði sjó­menn og verka­fólk í landi inn­an sinna vé­banda.

Um viðræðurn­ar sagði m.a. svo á heimasíðu Sjó­manna­fé­lags Íslands í vik­unni: „Mark­mið sam­ein­ing­ar er að búa til stórt og öfl­ugt fé­lag til að standa að baki sjó­mönn­um þessa lands. Með þessu móti get­um við sam­einað krafta okk­ar og þannig skapað grund­völl til að setja gríðarlega inn­spýt­ingu í allt okk­ar starf, ekki síst þær kjara­samn­ingsviðræður sem fram und­an eru.“

„Umræðan er ekki ný, en núna er landslagið þannig að …
„Umræðan er ekki ný, en núna er lands­lagið þannig að þetta get­ur orðið að veru­leika,“ seg­ir Berg­ur. Ljós­mynd/​Borg­ar Björg­vins­son

Frá­gengið fyr­ir ára­mót

Berg­ur Þorkels­son, gjald­keri Sjó­manna­fé­lags Íslands, seg­ir að viðræðurn­ar séu á loka­metr­un­um og á von á að sam­ein­ing verði samþykkt á aðal­fund­um fé­lag­anna fyr­ir ára­mót. „Umræðan er ekki ný, en núna er lands­lagið þannig að þetta get­ur orðið að veru­leika,“ seg­ir Berg­ur. Hann seg­ir að rætt sé um að fá nýtt blóð til for­ystu og þá helst starf­andi sjó­mann til for­mennsku, en ekki einn af nú­ver­andi for­mönn­um fé­lag­anna fimm.

Kjara­samn­ing­ar sjó­manna verða laus­ir í des­em­ber 2019, en eft­ir erfiðar viðræður og um tíu vikna verk­fall voru samn­ing­ar und­ir­ritaðir í fe­brú­ar 2017. Fjór­ir aðilar stóðu að þeim samn­ing­um fyr­ir hönd sjó­manna: Sjó­manna­sam­band Íslands, Sjó­manna­fé­lag Íslands, Vél­stjóra- og sjó­manna­fé­lag Grinda­vík­ur, sem tekið hafði umboðið heim, og Verka­lýðsfé­lag Vest­f­irðinga.

Sam­kvæmt lög­um Sjó­manna­sam­bands Íslands er úr­sögn fé­lags úr sam­band­inu því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt með 2/​3 at­kvæða að viðhafðri alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu í fé­lag­inu. At­kvæðagreiðslan skuli fara fram ef til­laga þar um hef­ur verið samþykkt á lög­mæt­um fé­lags­fundi.

Flest sjó­manna­fé­lög halda aðal­fundi sína milli jóla og ný­árs. Í tengsl­um við þá fundi er lík­legt að kosið verði um úr­sögn úr SSÍ og Alþýðusam­bandi Íslands og síðan um sam­ein­ingu fé­lag­anna.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Stór fé­lög utan sam­bands­ins

Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, hef­ur leitt viðræður fé­lag­anna fimm um sam­ein­ingu. Fé­lagið hef­ur vaxið síðustu ár og aðild að fé­lag­inu eiga nú yfir 500 sjó­menn og far­menn á flutn­inga­skip­um, fiski­skip­um, rann­sókna­skip­um, varðskip­um og ferj­um.

Á heimasíðu fé­lags­ins er upp­haf þess rakið aft­ur til árs­ins 1915 er Há­seta­fé­lag Reykja­vík­ur var stofnað. Í árs­byrj­un 1920 var nafni fé­lags­ins breytt í Sjó­manna­fé­lag Reykja­vík­ur og er leið á öld­ina voru far­menn stærsti hluti fé­laga. Fé­lagið varð lands­fé­lag 2007 er það sam­einaðist Mat­sveina­fé­lagi Íslands og nafn­inu var þá breytt í Sjó­manna­fé­lag Íslands. Fé­lagið hef­ur ekki verið aðili að Sjó­manna­sam­band­inu.

Vél­stjóra- og sjó­manna­fé­lag Grinda­vík­ur var lengi vel stærsta fé­lagið inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins og eru fé­lags­menn þess einnig yfir 500. Úrsögn fé­lags­ins úr sam­band­inu og ASÍ var samþykkt um síðustu ára­mót. Í alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu inn­an fé­lags­ins voru 541 á kjör­skrá og af þeim greiddu 114 at­kvæði um úr­sögn eða 21%. Af þeim sem tóku af­stöðu samþykktu 107 úr­sögn eða 94% þeirra sem greiddu at­kvæði, þrír greiddu at­kvæði gegn úr­sögn og fjór­ir seðlar voru auðir eða ógild­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: