Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

Flotinn í höfn. Hluthafafundur HB Granda verður haldinn síðar í …
Flotinn í höfn. Hluthafafundur HB Granda verður haldinn síðar í dag. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Stjórn HB Granda seg­ir það ekki tækt að fara eft­ir til­lögu Gild­is líf­eyr­is­sjóðs, þess efn­is að hlut­hafa­fund­ur fé­lags­ins til­nefni þrjá full­trúa ótengda Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur, til að ann­ast verk­lýs­ingu og samn­ings­gerð við Kviku banka um at­hug­un bank­ans á kaup­um HB Granda á út­gerðinni Ögur­vík.

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð stjórn­ar­inn­ar með breyt­ing­ar­til­lögu sem hún hef­ur lagt fram fyr­ir stjórn­ar­fund fé­lags­ins, sem hefst klukk­an 17 í dag, en með henni legg­ur stjórn­in til breyt­ing­ar á til­lögu þeirri sem líf­eyr­is­sjóður­inn Gildi hafði þegar lagt fram.

Athygli vakti í síðustu viku að ÚR lýsti yfir vilja …
At­hygli vakti í síðustu viku að ÚR lýsti yfir vilja til að hætta við við sölu fé­lags­ins á Ögur­vík til HB Granda. mbl.is/​Eggert

Stjórn­in hafi upp­fyllt laga­skyldu sína

Legg­ur stjórn­in helst til að eft­ir­far­andi setn­ing verði felld brott úr til­lögu Gild­is: „Hlut­hafa­fund­ur skal skipa þrjá full­trúa hlut­hafa ótengda Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur hf. til að ann­ast nán­ari verk­lýs­ingu og samn­ings­gerð vegna gerðar álits­ins.“

Í grein­ar­gerð stjórn­ar­inn­ar er full­yrt að hún hafi, í aðdrag­anda samn­ings­gerðar um kaup á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur hf., aflað mats­gerða og sér­fræðiskýrslu um verðmæti hluta­fé­lags­ins, auk þess að meta sér­stak­lega áhrif kaup­anna á framtíðarrekst­ur HB Granda.

Með þessu hafi hún upp­fyllt laga­skyldu sína skv. 95. gr. a. laga nr. 2/​1995 vegna viðskipta tengdra aðila, auk þess að fjalla um og staðreyna hag­kvæmni fjár­fest­ing­ar­inn­ar fyr­ir HB Granda. Í um­ræddri laga­grein sé fjallað um það hvernig taka skuli á þeim aðstæðum sem uppi séu í þessu máli, þ.e. veru­leg viðskipti á milli tengdra aðila.

„Er því ekki um að ræða aðstæður sem lög hafa ekki þegar tekið á og lagt lín­ur um það hvernig farið skuli að.“

Í greinargerð stjórnarinnar er fullyrt að hún hafi aflað matsgerða …
Í grein­ar­gerð stjórn­ar­inn­ar er full­yrt að hún hafi aflað mats­gerða og sér­fræðiskýrslu um verðmæti Ögur­vík­ur, lög­um sam­kvæmt. mbl.is/Þ​röst­ur Njáls­son

Vald­heim­ild­ir og ábyrgð í full­kom­inni óvissu

Enn frem­ur seg­ir í grein­ar­gerðinni að með breyt­ing­ar­til­lög­unni vilji stjórn­in koma til móts við þá til­lögu Gild­is, að fram­kvæma viðbót­ar óháð mat á viðskipt­un­um og verðum hlut­anna í Ögur­vík ehf., þannig að hlut­haf­ar geti glöggvað sig á for­send­um ákvörðunar stjórn­ar og tekið upp­lýsta af­stöðu til fyr­ir­liggj­andi til­lögu með þeim viðbót­ar­gögn­um og upp­lýs­ing­um sem hlut­hafa­fund­ur kunni að kalla eft­ir.

Bent er á að í fyr­ir­liggj­andi til­lögu líf­eyr­is­sjóðsins sé lagt til að hlut­hafa­fund­ur til­nefni þrjá full­trúa hlut­hafa ótengda Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur til að ann­ast nán­ari verk­lýs­ingu og samn­ings­gerð við Kviku banka, eins og áður sagði.

„Tel­ur stjórn að ekki sé tækt að fela ótil­greind­um aðilum slíkt verk­efni, þar sem vald­heim­ild­ir þeirra og ábyrgð eru í full­kom­inni óvissu að lög­um. Hluta­fé­laga­lög og samþykkt­ir HB Granda gera ekki ráð fyr­ir því að hlut­hafund­ur skipi „ad hoc“ nefnd sem taki að sér verk­efni sem stjórn er ætlað að leysa. Stjórn fé­lags ber skv. hluta­fé­laga­lög­um ábyrgð á rekstri fé­lags á milli aðal­funda og því væri eðli­legt að ákveði hlut­hafa­fund­ur að afla mats áður en hann tek­ur af­stöðu til til­lögu stjórn­ar á grund­velli 95. gr. a að stjórn annaðist öfl­un slíks mats,“ seg­ir í grein­ar­gerð stjórn­ar­inn­ar.

„Þá er ekki að finna í til­lögu Gild­is til­lögu um það hvernig eigi að standa að vali um­ræddra manna, hvaða hæfi þeir skuli hafa eða hvernig þeir eigi að haga vinnu sinni. Um er að ræða viðskipta­lega ákvörðun sem stjórn tók með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar sem er eðli­legt að hún leggi til­lögu sína fyr­ir hlut­hafa­fund með öll­um þeim gögn­um og upp­lýs­ing­um sem hlut­haf­ar krefjast af stjórn­inni að viðlagðri sinni ábyrgð að lög­um og samþykkt­um fé­lags­ins.“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda, er aðal­eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vilja hætta við söl­una

Eins og áður sagði verður hlut­hafa­fund­ur HB Granda hald­inn á eft­ir klukk­an 17. Sam­kvæmt dag­skrá sem gef­in var út í síðustu viku hefst fund­ur­inn á til­lögu Gild­is um málsmeðferð og frek­ari und­ir­bún­ing vegna þeirr­ar til­lögu sem svo næst er á dag­skrá, sem lýt­ur að staðfest­ingu hlut­hafa­fund­ar á ákvörðun stjórn­ar­inn­ar um kaup á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur.

At­hygli vakti í síðustu viku að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, sem áður hét Brim og er stærsti eig­andi í HB Granda, lýsti yfir vilja til að hætta við við sölu fé­lags­ins á Ögur­vík til HB Granda. Guðmund­ur Kristjáns­son er aðal­eig­andi ÚR og um leið for­stjóri HB Granda, en yf­ir­lýs­ing ÚR kom í kjöl­far til­lögu Gild­is um að kaup­in og skil­mál­ar þeirra yrðu skoðuð nán­ar.

mbl.is