Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

Samtökin benda í sameiningu á að svokölluð tvöföld verðmyndun sé …
Samtökin benda í sameiningu á að svokölluð tvöföld verðmyndun sé þegar regingalli á íslenskum sjávarútvegi. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Nýtt frum­varp um veiðigjöld ýtir enn frek­ar und­ir tvö­falda verðmynd­un í sjáv­ar­út­vegi, mis­mun­ar fyr­ir­tækj­um og hef­ur nei­kvæð áhrif á sam­keppni í grein­inni. Þetta seg­ir í um­sögn Fé­lags at­vinnu­rek­enda og Sam­taka fisk­fram­leiðenda og -út­flytj­enda um frum­varpið.

Vísað er til ákvæðis 5. grein­ar frum­varps­ins, um aukið vægi afla­verðmæt­is við út­reikn­ing veiðigjalda, en í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að með því sé leit­ast við að „af­marka stofn veiðigjalds við borðstokk í stað þess að horfa til rekstr­ar í sjáv­ar­út­vegi í heild“.

Nán­ast án und­an­tekn­inga lægra

Sam­tök­in benda í sam­ein­ingu á að svo­kölluð tvö­föld verðmynd­un sé þegar reg­ingalli á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, sem fel­ist í því að í innri viðskipt­um svo­kallaðra lóðrétt samþættra út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja sé afli seld­ur á lægra verði frá út­gerð til vinnslu en í viðskipt­um á fisk­mörkuðum, þar sem hið raun­veru­lega markaðsverð mynd­ist.

„Verð er nán­ast án und­an­tekn­inga lægra í viðskipt­um ótengdra aðila en tengdra,“ seg­ir á vef Fé­lags at­vinnu­rek­enda. Mun­ur­inn er sagður sjást glögg­lega á graf­inu hér að neðan, sem sýni verð á 2-3,5 kg óslægðum þorski, ann­ars veg­ar í innri viðskipt­um tengdra aðila (Verðlags­stofa skipta­verðs) og hins veg­ar á fisk­mörkuðum.

Graf/​FA og SFÚ

Minni sjáv­ar­afli fer um fisk­markaði

Um leið rifja sam­tök­in upp álit Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá ár­inu 2012, um sam­keppn­is­hindr­an­ir í sjáv­ar­út­vegi.

Að mati SE hafa lóðrétt samþætt út­gerðarfé­lög hvata til að gefa upp sem lægst verð á afla í innri viðskipt­um á milli út­gerðar­hluta og vinnslu­hluta fyr­ir­tæk­is­ins. Eft­ir því sem verð á afl­an­um sem seld­ur er til fisk­vinnslu í eigu út­gerðarfyr­ir­tæk­is er lægra þeim mun lægri verður launa­kostnaður viðkom­andi út­gerðar og hafn­ar­gjöld af lönduðum afla. Bæði afla­hlut­deild sjó­manna og hafn­ar­gjöld miðast við upp­gefið afla­verðmæti. Af fram­an­greindu leiðir einnig að minni sjáv­ar­afli fer um fisk­markaði en ella, sem skekk­ir verðmynd­un á mörkuðum,“ seg­ir í um­sögn sam­tak­anna.

Ýti und­ir hvata til að gefa upp sem lægst verð

„Að mati SFÚ og FA mun þessi breyt­ing ýta und­ir hvata lóðrétt samþættra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til að gefa upp sem lægst verð á lönduðum afla, með til­heyr­andi af­leiðing­um fyr­ir tekj­ur sjó­manna og hafn­ar­sjóða og sam­keppn­is­stöðu fisk­vinnslna. Ákvæði frum­varps­ins munu ein­ung­is ýta enn frek­ar und­ir tapaðan þjóðar­hag byggt á sömu for­send­um.“

Al­gjör aðal­for­senda hljóti að telj­ast, að veiðigjald legg­ist jafnt á all­ar út­gerðir fyr­ir sömu fisk­teg­und.

„Aðilar ættu þannig alls ekki að geta haft áhrif á veiðigjald sem þeir greiða með því að selja vör­una gegn lægra verði. Það leiðir til óeðli­legr­ar sam­keppni og eyk­ur lík­ur á því að há­mörk­un þjóðar­hags ná­ist ekki.“

Bent er á að sé afla­verðmæti lagt til grund­vall­ar út­reikn­ings veiðigjalds muni álagn­ing gjalds­ins verða með óeðli­leg­um hætti. „Halla mun á þá aðila sem selja afl­ann til ótengdra aðila,“ segja sam­tök­in.

Bent er á að sé aflaverðmæti lagt til grundvallar útreiknings …
Bent er á að sé afla­verðmæti lagt til grund­vall­ar út­reikn­ings veiðigjalds muni álagn­ing gjalds­ins verða með óeðli­leg­um hætti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Af­slátt­ur byggður inn í kjara­samn­inga?

Sam­tök­in benda einnig á að í síðustu kjara­samn­ing­um sjó­manna hafi verið samið um að við út­reikn­ing upp­gjör­sverðs skyldi verð Verðlags­stofu skipta­verðs vera að lág­marki 25% lægra en markaðsverð (Reikni­stofa fisk­markaða).

„Inn í kjara­samn­inga sjó­manna er því búið að fela sjálf­virk­an af­slátt frá veiðigjaldi ef frum­varp þetta til laga nær fram að ganga.“

Að mati sam­tak­anna sé því afar var­huga­vert að samþykkja frum­varpið óbreytt vegna áhrifa þess á sam­keppn­is­stöðu fisk­vinnslna. Sam­tök­in lýsa jafn­framt furðu á að í þeim kafla grein­ar­gerðar frum­varps­ins sem fjall­ar um út­tekt á áhrif­um þess, sé hvergi vikið að þess­ari stöðu eða áhrif­um frum­varps­ins á sam­keppni yf­ir­leitt.

Lög­gjaf­inn geri ráðstaf­an­ir sam­kvæmt til­mæl­um SE

Sam­tök­in meta það svo að ófor­svar­an­legt sé að samþykkja frum­varpið óbreytt, nema þá að lög­gjaf­inn geri um leið ráðstaf­an­ir til að hrinda í fram­kvæmd til­mæl­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í álit­inu 2012, en þau voru eft­ir­far­andi:

  1. Beita sér­stök­um milli­verðlagn­ing­ar­regl­um. Milli­verðlagn­ing­ar­regl­ur hafa það að mark­miði, í þessu til­viki, að verðlagn­ing í innri viðskipt­um á milli út­gerðar- og fisk­vinnslu­hluta lóðrétt samþættr­ar út­gerðar verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða.
  2. Koma í veg fyr­ir að skip út­gerðar sem ekki er samþætt greiði hlut­falls­lega hærri hafn­ar­gjöld með því að miða afla­gjöld hafna við önn­ur hlut­læg viðmið, t.d. landað magn eða fisk­verð sem væri ákveðið af óháðum op­in­ber­um aðila.
  3. Ráðherra get­ur breytt hinu lögákveðna fyr­ir­komu­lagi laga um Verðlags­stofu skipta­verðs þess efn­is að út­gerðar­menn komi með bein­um hætti að ákvörðun um svo­kallað Verðlags­stofu­verð sem út­gerðir not­ast við í innri viðskipt­um á milli út­gerðar­hluta og fisk­vinnslu­hluta fyr­ir­tækj­anna.
  4. Heim­ild­ir til kvótaframsals verði aukn­ar en slík breyt­ing væri til þess fall­in að jafna aðstöðumun fisk­vinnslna án út­gerðar gagn­vart fisk­vinnslu samþættra út­gerða til að verða sér út um hrá­efni til vinnsl­unn­ar.
mbl.is