Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. mbl.is/Hanna

Unni Brá Kon­ráðsdótt­ur, aðstoðar­manni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, verður falið að tryggja sam­hæf­ingu lofts­lags­mála fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta var samþykkt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un að til­lögu for­sæt­is­ráðherra og um­hverf­is- og auðlindaráðherra. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir, að Unn­ur Brá muni ann­ast sam­hæf­ingu lofts­lags­mála fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, tryggja yf­ir­sýn yfir verk­efnið í heild sinni og ann­ast eft­ir­fylgni með fram­gangi lofts­lags­mála í heild, í sam­ræmi við sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá muni Unn­ur Brá áfram vera verk­efn­is­stjóri í vinnu við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar og sinna ýms­um öðrum þverfag­leg­um verk­efn­um sem aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur samþykkt aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var 10. sept­em­ber sl. Í aðgerðaáætl­un­inni er gerð grein fyr­ir fyr­ir­huguðum verk­efn­um í lofts­lags­mál­um og hvernig unnt sé að hrinda metnaðarfull­um áhersl­um um lofts­lags­mál í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fram­kvæmd, að því er seg­ir í til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

„Þar sem um er að ræða for­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem varðar öll ráðuneyti í Stjórn­ar­ráði Íslands var samþykkt að Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir ann­ist sam­hæf­ingu lofts­lags­mála fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hugi Ólafs­son, skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is- og auðlindráðuneyt­inu, er formaður verk­efna­stjórn­ar aðgerðaráætl­un­ar í lofts­lags­mál­um sem skipuð var í mars 2018. Þá er lofts­lags­ráð sem skipað var í maí 2018 ætlað að vera stjórn­völd­um til aðhalds með mark­vissri ráðgjöf um stefnu­mark­andi ákv­arðanir sem tengj­ast lofts­lags­mál­um á Íslandi. Formaður Lofts­lags­ráðs er Hall­dór Þor­geirs­son,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina