Stjórnin harmar alvarlegar ásakanir

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í gær að hann …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum að loknu þessu kjörtímabili. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands harm­ar al­var­leg­ar ásak­an­ir sem hún seg­ir hafa komið í garð fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem stjórn­in hef­ur sent fjöl­miðlum en þar seg­ir hún Heiðveigu Maríu Ein­ars­dótt­ur, sem boðað hef­ur fram­boð í kom­andi for­manns­kosn­ing­um fé­lags­ins, hafa farið fram með órök­studd­um staðhæf­ing­um um að fé­lagið hafi brotið gegn fé­lags­mönn­um.

Heiðveig María Einarsdóttir hefur boðað framboð til formanns í vetur.
Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir hef­ur boðað fram­boð til for­manns í vet­ur. mbl.is/​Eggert

Legið und­ir ámæli

Er vísað til viðtals við vef­miðil­inn Vísi á fimmtu­dag og viðtals á Bylgj­unni á föstu­dag, og rifjað upp að á aðal­fundi fé­lags­ins 28. des­em­ber á síðasta ári hafi verið samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum til­laga um að kjörgeng­ir væru hverju sinni þeir fé­lag­ar sem greitt hefðu í fé­lagið þrjú ár þar á und­an.

„Und­an­farna daga hef­ur Sjó­manna­fé­lag Íslands legið und­ir ámæli frá Heiðveigu Maríu Ein­ars­dótt­ur sjó­manni vegna þess­ara laga­breyt­inga og hef­ur hún sakað for­ystu Sjó­manna­fé­lag­ins um að falsa laga­breyt­ingu um kjörgengi til stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags­ins til þess að koma í veg fyr­ir fram­boð sitt en Heiðveg María hef­ur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til for­manns í fé­lag­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar.

„Aðspurð í út­varps­viðtal­inu viður­kenn­ir Heiðveig það hins veg­ar að um­rædd­ar laga­breyt­ing­ar hafi verið born­ar upp og samþykkt­ar á aðal­fundi fé­lags­ins. Með öðrum orðum að farið hafi verið að lög­um fé­lags­ins.“

Stjórn félagsins segir félagið hafa alla tíð unnið af heilindum …
Stjórn fé­lags­ins seg­ir fé­lagið hafa alla tíð unnið af heil­ind­um að hags­mun­um og kjara­mál­um sjó­manna. mbl.is/​Eggert

Vegi að æru fé­lags­ins

Stjórn fé­lags­ins seg­ist harma hinar al­var­legu ásak­an­ir sem fram hafi komið í garð fé­lags­ins.

„Sjó­manna­fé­lagið hef­ur alla tíð unnið af heillind­um [sic] að hags­mun­um og kjara­mál­um sjó­manna. Inn­an raða þess er starfs­fólk með ára­tugareynslu af mál­efn­um sjó­manna. Með ásök­un­um sín­um á hend­ur starfs­mönn­um Sjó­manna­fé­lags Íslands veg­ur Heiðveig María að æru fé­lags­ins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri fé­lags­ins.“

Formaður fé­lags­ins, Jón­as Garðars­son, til­kynnti í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram að nýju þegar yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili hans lýk­ur.

mbl.is