„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma …
„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma einfaldlega engin svör.“ mbl.is/Eggert

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé ein­skært þekk­ing­ar­leysi, eða hvort þeim finn­ist ein­fald­lega í lagi að breyta lög­un­um að eig­in vild. Þetta eru nátt­úru­lega al­gjör­lega óboðleg vinnu­brögð, í fé­lagi sem fer með hags­muna­gæslu okk­ar og á að starfa í umboði okk­ar, að það sé ekki meira gegn­sæi til staðar.“

Þetta seg­ir Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, sem til­kynnt hef­ur fram­boð til for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands, um vinnu­brögð stjórn­ar fé­lags­ins, sem sagðist í til­kynn­ingu í gær harma al­var­leg­ar ásak­an­ir Heiðveig­ar í sinn garð.

Lög­um breytt á net­inu mánuðum eft­ir aðal­fund

Deilt er um ákvæði í lög­um fé­lags­ins, eins og þau birt­ast á vef þess, þar sem kveðið er á um að þeir ein­ir séu kjörgeng­ir til for­manns sem greitt hafi fé­lags­gjöld und­an­geng­in þrjú ár. Ákvæði sem, ef það reyn­ist gilt, myndi fara langt með að úti­loka mögu­leika Heiðveig­ar til for­manns­fram­boðs í vet­ur, en skammt er síðan hún tók upp sjó­mennsku á nýj­an leik.

Heiðveig seg­ir ástæðu þess að deilt sé um málið núna vera þá að hún hafi að und­an­förnu gert sér far um að kynna sér lög fé­lags­ins vel. Svo tók hún eft­ir því að þau voru tek­in að breyt­ast, þrátt fyr­ir að marg­ir mánuðir væru liðnir frá aðal­fundi, sem fram fór 28. des­em­ber á síðasta ári.

„Í fyrstu geri ég mér ekki al­veg grein fyr­ir því hvað er að eiga sér stað, ekki fyrr en ég fer inn á vefsafn Lands­bóka­safns, þar sem geymd eru af­rit af vef fé­lags­ins eins og hann lít­ur út hverju sinni. Þar sé ég að búið er að bæta inn í lög­in ákvæði um að þeir ein­ir séu kjörgeng­ir til for­mennsku sem greitt hafi til fé­lags­ins í þrjú ár þar á und­an.“

Ákvæðið er enda ekki að finna í af­riti sem vefsafn Lands­bóka­safns tók 19. maí á þessu ári, af vef fé­lags­ins.

200 míl­ur hafa enn frem­ur und­ir hönd­um skjá­skot, sem Heiðveig tók af vef fé­lags­ins 28. sept­em­ber. Þar er ekki að finna þetta ákvæði.

Nokkr­um dög­um síðar, eða 2. októ­ber, til­kynnti Heiðveig að hún stefndi á fram­boð til for­manns fé­lags­ins. Tóku 200 míl­ur hana tali af því til­efni, og birt­ist viðtalið í ViðskiptaMogg­an­um og á mbl.is 4. októ­ber.

Fimm dög­um síðar tók Heiðveig annað skjá­skot, sem hún hef­ur sent 200 míl­um. Þar má sjá að ákvæðið hef­ur bæst við, auk fleiri breyt­inga, og þannig stend­ur það í dag.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í vikunni að hann …
Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, til­kynnti í vik­unni að hann hygðist ekki bjóða sig fram að nýju. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

„Al­gjör­lega galið“

Heiðveig seg­ist ekki hafa fengið aðgang að fund­ar­gerðum, síst frá síðasta aðal­fundi sem fram fór eins og áður sagði 28. des­em­ber á síðasta ári.

„Ég hef farið inn á skrif­stof­una og beðið um að fá að sjá fund­ar­gerðarbæk­ur, en ég fæ það ekki, sem er al­gjör­lega galið. Ég fæ bara þau svör að ég hefði átt að vera á aðal­fund­in­um. Málið er hins veg­ar að ég fór út á sjó á ann­an í jól­um og kom heim á gaml­árs­dag, þannig að það hefði verið ansi erfitt að mæta á þann fund, og ef það er ekki skiln­ing­ur fyr­ir því hjá mínu eig­in stétt­ar­fé­lagi þá veit ég ekki hvar hann er að finna.“

Hún seg­ir að fund­ar­gerðirn­ar ættu vita­skuld að vera opn­ar öll­um fé­lags­mönn­um til skoðunar.

„Ég hef ekki fengið að sjá fund­ar­gerðina frá fund­in­um, en ég hef fengið send­ar mynd­ir af henni. Ég hef í kjöl­farið rakið það mjög vel með gögn­um – ég er ekki bara að kasta ein­hverju fram – að það eru gerðar að minnsta kosti sjö aðrar breyt­ing­ar á lög­un­um og all­ar varða þær kjörgengi. Aðeins eina þeirra er þó að finna í fund­ar­gerðinni, en það er sú sem varðar þessa þriggja ára reglu,“ seg­ir Heiðveig.

Ekki hafi verið farið eft­ir lög­um fé­lags­ins

„Eft­ir stend­ur þessi staðreynd, að lög­un­um var breytt á vef fé­lags­ins um mánaðamót­in síðustu. Það verður ekki hrakið. Ekki veit ég hvort menn hafi bara gleymt að vinna úr fund­ar­gerðinni eða hvort annað sé þarna að baki, en hvort tveggja er ekki boðlegt okk­ur fé­lags­mönn­um,“ seg­ir hún.

„Merki­legt finnst mér líka, að þeir „harmi þess­ar al­var­legu ásak­an­ir“ sem þeir segja hafa komið fram í sinn garð, en gera svo lítið sem ekk­ert til að reka þær til baka og sýna ekki fram á að þeir hafi nokkuð fyr­ir sér í þessu,“ bæt­ir hún við og held­ur áfram:

„Það var aðal­fund­ur í des­em­ber á síðasta ári – það er næst­um því ár liðið – og þeir telja ekki neina ástæðu til að birta mjög íþyngj­andi laga­breyt­ing­ar, sem hafa þar að auki ekk­ert for­dæmi í nokkru öðru sam­bæri­legu fé­lagi. En það er ann­ar kapí­tuli út af fyr­ir sig. Laga­breyt­ing­anna er ekki getið í fund­ar­boði, eins og lög kveða á um, og fund­ar­gerðin er ekki lög­leg þar sem und­ir­skrift fund­ar­rit­ara vant­ar, eins og lög kveða á um. Þegar all­ar þess­ar staðreynd­ir máls­ins safn­ast sam­an þá er kom­in ansi rík ástæða til að ætla að verið sé að halda ein­hverju leyndu,“ seg­ir hún.

Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til …
Spurð hvað taki nú við seg­ist Heiðveig vissu­lega von­ast til að stjórn­ar­menn fé­lags­ins sjái að sér. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Vill sjá stjórn­ina segja af sér

„Þetta vek­ur aðeins upp enn fleiri spurn­ing­ar, en það koma ein­fald­lega eng­in svör. Og að koma svo fram, og spila sig sem eitt­hvað fórn­ar­lamb vegna þess eins að fram hef­ur komið mót­fram­boð, er nátt­úru­lega al­gjör­lega galið.“

Heiðveig bend­ir enn frem­ur á að eft­ir um­rædd­ar laga­breyt­ing­ar séu lög­in held­ur ekki sam­kvæm sjálf­um sér, enda stang­ist efni nýja ákvæðis­ins á við ákvæði 7. grein­ar lag­anna, sem kveði á um rétt allra fé­lags­manna til að vera kjörgeng­ir. Grein­inni hef­ur þó verið breytt í lög­un­um sem birt eru á vef fé­lags­ins, en Heiðveig vís­ar til þess að breyt­ingu á henni megi hvergi finna í fund­ar­gerðum. Sú breyt­ing sé því ógild með öllu og nýja ákvæðið nái þannig ekki fullu gildi.

Spurð hvað taki nú við seg­ist Heiðveig vissu­lega von­ast til að stjórn­ar­menn fé­lags­ins sjái að sér.

„Ég bind ákveðnar von­ir við að þeir sjái að sér og axli ábyrgð á þessu. Þessi hunda­vaðshátt­ur ligg­ur mjög skýrt fyr­ir og það eru op­in­ber gögn hon­um til staðfest­ing­ar, og í verka­lýðsfé­lög­um sem þessu þá á eng­inn af­slátt­ur að vera gef­inn af fag­leg­um vinnu­brögðum, sér í lagi þegar það varðar þátt­töku okk­ar fé­lags­manna. Ég vil sjá stjórn­ina segja af sér, því þetta er al­gjör­lega óboðlegt að svo mörgu leyti. Ég stefni ann­ars ótrauð á fram­boð til for­manns, held mínu striki og und­ir­bý boðun fé­lags­fund­ar, sem er æðsta vald fé­lags­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina