Smíði nýju skipanna á áætlun

Þannig munu Vestmannaey og Bergey koma til með að líta …
Þannig munu Vestmannaey og Bergey koma til með að líta út.

Smíði nýrr­ar Vest­manna­eyj­ar og Ber­geyj­ar fyr­ir út­gerðarfé­lagið Berg-Hug­in geng­ur sam­kvæmt áætl­un. Gert er ráð fyr­ir að skip­in verði af­hent út­gerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar, móður­fé­lags Bergs-Hug­ins.

Guðmund­ur Al­freðsson, viðhalds­stjóri Bergs-Hug­ins, er ný­lega kom­inn frá Nor­egi þar sem hann fylgd­ist grannt með smíði skip­anna, en norska skipa­smíðastöðin Vard ann­ast smíði þeirra ásamt því að smíða fimm aðra eins tog­ara fyr­ir ís­lensk út­gerðarfé­lög.

Guðmund­ur seg­ir að smíði skip­anna gangi sam­kvæmt áætl­un. Skip­in eru smíðuð í ein­ing­um og fer smíði ein­ing­anna fram í Salt­hammer í Tes­fjord en síðan eru þær dregn­ar á pramma til skipa­smíðastöðvar­inn­ar í Aukra þar sem þær eru sett­ar sam­an. Allri vinnu við gerð skip­anna verður síðan lokið í Aukra.

Flókn­ust og tíma­frek­ust

Guðmund­ur seg­ir að nú sé verið að vinna í vél­ar­rúms­ein­ingu Vest­manna­eyj­ar í Salt­hammer en smíði þeirr­ar ein­ing­ar er flókn­ust og tíma­frek­ust.

„Skipið er sett sam­an úr níu ein­ing­um og í næstu viku verður lokið við að smíða sjö þeirra í Salt­hammer. Þrjár þeirra eru komn­ar til Aukra og lokið við að setja þær sam­an. Fleiri ein­ing­ar munu síðan koma til Aukra í næstu viku. Fyr­ir utan smíðina á Vest­manna­ey er byrjað að smíða ein­ing­ar í Ber­gey. Þetta virðist allt ganga vel.“

mbl.is