„Þetta er búið í bili“

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, á leið …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, á leið með kjörkassa félagsins til talningar, meðan á verkfalli sjómanna stóð á síðasta ári. mbl.is/Eggert

Sam­ein­ing­ar­viðræðum fimm sjó­manna­fé­laga, sem 200 míl­ur greindu frá fyrr í mánuðinum, hef­ur verið slitið. Þetta staðfest­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur.

„Við hefðum aldrei farið í sam­ein­ingu nema öll fimm fé­lög­in væru sam­an í þessu,“ seg­ir Ein­ar, en auk SVG er um að ræða Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar, Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­un.

„Ég held við verðum bara að leyfa þessu máli inn­an Sjó­manna­fé­lags Íslands að klár­ast áður en við tök­um ákvörðun um fram­haldið,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann ætli sér ekki að skipta sér af for­manns­kjöri í öðru fé­lagi.

Sam­ræður fé­lag­anna seg­ir hann hafa haf­ist skömmu eft­ir ára­mót, en form­leg­ar viðræður með fund­um hafi byrjað nú í haust. Sam­ein­ing fé­lag­anna var enda sögð á loka­metr­un­um í síðustu viku.

„Þetta gekk ágæt­lega þangað til þetta mál kom upp og nú er bara að bíða átekta og leyfa því að ganga yfir. Þetta er búið í bili.“

Ein­ar vís­ar þar til deilna á milli stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands ann­ars veg­ar og Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur hins veg­ar, en hún hef­ur til­kynnt fram­boð til for­manns fé­lags­ins.

Heiðveig sagði vinnu­brögð stjórn­ar fé­lags­ins óboðleg með öllu í sam­tali við 200 míl­ur í gær. Finn­ur hún að laga­breyt­ing­um sem fram komu á vef fé­lags­ins um síðustu mánaðamót og seg­ir hún að þær virðist að mestu leyti ekki eiga sér stoð í fund­ar­gerðum eða öðrum lög­um fé­lags­ins.

Þar áður hafði stjórn Sjó­manna­fé­lags­ins lýst því yfir að hún harmaði ásak­an­ir Heiðveig­ar í sinn garð, auk þess sem Jón­as Garðars­son, formaður fé­lags­ins upp­lýsti í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu að hann hygðist ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í kom­andi kosn­ing­um.

mbl.is