Fann lítinn særðan stork fyrir 25 árum

Stjepan Vokic og storkurinn Malena. Það er ekki ofsögum sagt …
Stjepan Vokic og storkurinn Malena. Það er ekki ofsögum sagt að Vokic geri allt fyrir Malenu. Skjáskot/The Dodo

Á hverju ári bíða Króat­ar þess að stork­ur­inn Klepet­an fljúgi heim frá Suður-Afr­íku og fylgj­ast millj­ón manns jafn­an með streymi af heim­komu Klepat­ans til maka hans Malenu, sem hef­ur búið hjá Króat­an­um Stjep­an Vo­kic síðastliðin 25 ár.

Það er ekki of­sög­um sagt að Vo­kic geri allt fyr­ir Malenu, sem er ófleyg.

„Af því að Malena get­ur ekki flogið hef ég verið væng­ir henn­ar,“ hef­ur dýra­lífsvef­ur­inn The Dodo eft­ir Vo­kic. „Ég fann lít­inn særðan stork í litla þorp­inu mínu fyr­ir 25 árum.“

Vo­kic skírði stork­inn, sem hafði orðið fyr­ir skoti veiðimanns, Malenu og hlúði að henni. Ann­ar væng­ur henn­ar hef­ur þó aldrei jafnað sig og hún get­ur því ekki flogið.

Und­an­far­inn ald­ar­fjórðung hef­ur Vo­kic tryggt að Malena hafi ör­ugg­an stað að búa á. Hann aðstoðaði hana m.a. við hreiður­gerð á þak­inu hjá sér og út­bjó fyr­ir hana annað hreiður í bíl­skúrn­um hjá sér svo að hún geti þraukað kalda vet­ur í Króa­tíu, þar sem hún flýg­ur ekki suður á bóg­inn með hinum stork­un­um.

Vo­kic aðstoðar Malenu líka við fæðuöfl­un og veiðir til að mynda fisk fyr­ir hana. „Þessi stork­ur er allt mitt líf,“ seg­ir hann.

Hann  bjóst við að þau Malena yrðu bara tvö, en þá kom stork­ur­inn Klepat­an óvænt inn í mynd­ina fyr­ir 15 árum. Klepat­an var á heim­leið frá Afr­íku það vor og sett­ist að hjá Malenu. Síðan þá hafa þau komið 59 storksung­um á legg.

Ég á þrjá syni,“ seg­ir Vo­kic, „og allt frá því að Klepat­an lenti í hreiðri Malenu þá hef ég litið á hann sem minn fjórða son.“

Á hverju ári flýg­ur Klepat­an til Suður-Afr­íku til vetr­ar­dval­ar og á hverju vori bíða Malena og Vo­kic ásamt öðrum íbú­um Króa­tíu eft­ir að hann snúi aft­ur. Millj­ón manns fylgj­ast raun­ar með streym­isút­send­ingu frá end­ur­komu Klepat­ans og fjallaði BBC um ferðalag hans í fyrra.

Stund­in þegar hann snýr aft­ur veit­ir líka mörg­um mikla gleði, enda er ferðalag hans varðað hætt­um. „Á hverju ári drep­ast um tvær millj­ón­ir storka á þess­ari leið,“ seg­ir Vo­kic og von­ar að saga þeirra Malenu og Klepat­ans veki fólk til meðvit­und­ar um af­leiðing­ar veiðiþjófnaðar.

„Til­hugs­un­in um að hann komi ekki aft­ur hræðir mig meira en nokkuð annað,“ segi hann.

mbl.is