„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, seg­ir ásak­an­ir Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna for­mann­sembætt­inu, vera róg­b­urð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í ís­lenskri verka­lýðssögu.

Þetta kem­ur fram í grein sem Jón­as rit­ar í Morg­un­blaðið í dag. Í viðtali við 200 míl­ur í síðustu viku benti Heiðveig á að laga­breyt­ing­ar sem sagðar hafa verið gerðar á síðasta aðal­fundi, virðist ekki vera getið í fund­ar­gerðum fé­lags­ins. Þá hafi lög á vef fé­lags­ins breyst um síðustu mánaðamót, mörg­um mánuðum eft­ir aðal­fund­inn í des­em­ber síðastliðnum.

„Sví­v­irðir stjórn Sjó­manna­fé­lags­ins“

Jón­as byrj­ar grein sína á að segja að á fund­in­um hafi verið samþykkt með öll­um greidd­um at­kvæðum 45 sjó­manna að binda kjörgengi í fé­lag­inu við þá sem greitt hefðu í fé­lagið und­an­geng­in þrjú ár hverju sinni.

„All­ir sjó­menn á fund­in­um greiddu til­lög­unni at­kvæði. Nú hef­ur stigið fram Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir sjó­maður sem seg­ir samþykkt­ina falsaða. Hún sak­ar stjórn fé­lags­ins um að falsa fund­ar­gerðir og breyta lög­um að eig­in geðþótta. Hún krefst af­sagn­ar stjórn­ar.

Ég hef marga fjör­una sopið en aldrei kynnst ann­arri eins ósvífni. Hún ve­feng­ir ákvörðun 45 manna fé­lags­fund­ar sem samþykkti sam­hljóða þriggja ára regl­una og sví­v­irðir stjórn Sjó­manna­fé­lags­ins, trúnaðarmannaráð og starfs­fólk. Hún sak­ar alla þessa aðila um sam­særi gegn sér og vilja stöðva fram­boð sitt til for­mennsku Sjó­manna­fé­lags Íslands,“ skrif­ar Jón­as.

Heiðveig María Einarsdóttir stefnir á framboð til formanns í vetur.
Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir stefn­ir á fram­boð til for­manns í vet­ur. mbl.is/​Eggert

„Tek­ur út yfir all­an þjófa­bálk“

„Þetta er róg­b­urður og óhróður af áður óþekktri stærðargráðu í ís­lenskri verka­lýðssögu. Aldrei hafa í yfir 100 ára sögu Sjó­manna­fé­lags­ins verið born­ar brigður á fund­ar­gerðir, hvað þá að þær væru falsaðar. Dett­ur nokkr­um manni í hug að stjórn og starfs­fólk Sjó­manna­fé­lags Íslands falsi samþykkt 45 manna aðal­fund­ar? Ég bara spyr. Ásök­un­in er svo geggjuð að tek­ur út yfir all­an þjófa­bálk. Við á skrif­stofu fé­lags­ins hefðum mátt standa okk­ur bet­ur í að setja laga­breyt­ing­arn­ar á heimasíðu fé­lags­ins en blaðri um stíla­bæk­ur, skjá­skot af vefsíðum, fonta og let­ur­stærðir er hrært í pott svo út kem­ur gör­ótt­ur drykk­ur sam­sær­is hringa­vit­leysu. Und­ir þetta taka falsmiðlar sem spyrja Heiðveigu ekki gagn­rýn­inna spurn­inga,“ full­yrðir hann.

Þá seg­ir hann Heiðveigu hafa verið boðið að koma á skrif­stofu fé­lags­ins 12. októ­ber til að skoða fund­ar­gerðir, en að hún hafi ekki þegið boðið. Trúnaðarmannaráð fé­lags­ins muni þá koma sam­an á morg­un, „til þess að ræða hinar dæma­lausu ásak­an­ir á hend­ur fé­lag­inu“.

Heiðveig komi úr liði út­gerða

„Hvað ligg­ur að baki þessu brjálæði?“ spyr Jón­as í fram­hald­inu.

„Fyr­ir hverja er Heiðveig María að vinna? Fyr­ir út­gerðina í land­inu? Er hún að vinna fyr­ir HB Granda eða Sam­herja? Von er að spurt sé því hvað hef­ur Heiðveig María unnið með rógi sín­um? Því er fljótsvarað. Henni hef­ur tek­ist með lyg­um og óhróðri að stöðva sam­ein­ingu sjó­manna við Eyja­fjörð, í Eyj­um, Grinda­vík, Hafnar­f­irði og Reykja­vík. Henni hef­ur tek­ist að stöðva löngu tíma­bæra sam­ein­ingu lang­flestra sjó­manna í land­inu í eitt öfl­ugt sjó­manna­fé­lag; fé­lag fiski­manna á tog­ur­um og bát­um, far­manna á milli­landa­skip­um, skip­um Gæsl­unn­ar og Hafró ásamt ferj­anna Herjólfs og Bald­urs.“

Enn frem­ur full­yrðir Jón­as að Heiðveig hafi, með lyg­um og óhróðri, rústað öllu því mikla starfi sem átt hafi sér stað frá verk­fall­inu í fyrra. Vís­ar hann þar til sam­ein­ing­ar­ferl­is fjög­urra sjó­manna­fé­laga auk Sjó­manna­fé­lags Íslands, sem langt var á leið komið þar til hin fé­lög­in fjög­ur drógu sig til hlés í viðræðunum í síðustu viku í kjöl­far deilna stjórn­ar­inn­ar og Heiðveig­ar.

„Mönn­um er vissu­lega brugðið yfir því að Eyf­irðing­ar og Eyja­menn hafi kosið að draga sig út úr viðræðum vegna róg­b­urðar Heiðveig­ar Maríu. Mesta hags­muna­máli sjó­manna er stefnt í tví­sýnu. Fé­lög­in fimm voru kom­in lang­leiðina í viðræðum líkt og Morg­un­blaðið skýrði frá í frétta­skýr­ingu á dög­un­um. Hug­mynd­in var að ný for­ysta kæmi að nýju sam­einuðu fé­lagi. Nú er sam­ein­ing­in út af borðinu og út­gerðar­menn fagna. Hvers vegna vill Heiðveig sjó­menn sundraða og Sjó­manna­fé­lag Íslands ekki hluta af öfl­ugri breiðfylk­ingu ís­lenskra sjó­manna?“ spyr Jón­as að lok­um.

„Hvaða hags­muna gæt­ir Heiðveig?“

Grein­ina má í heild sinni lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is