Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og …
Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að útreikningur veiðigjalds og álagning verði færð til Ríkisskattstjóra. mbl.is/Ófeigur

Um tveir tug­ir um­sagna hafa borist at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða ein­stak­linga, fé­lög og stofn­an­ir og koma fram ýmis sjón­ar­mið um efni frum­varps­ins.

Með frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að út­reikn­ing­ur veiðigjalds og álagn­ing verði færð til Rík­is­skatt­stjóra. Ákvörðun veiðigjalds verði byggð á árs­göml­um gögn­um um af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í stað um tveggja ára líkt og verið hef­ur.

Það er mat rík­is­skatt­stjóra að sú ein­föld­un á út­reikn­ingi veiðigjalds sem frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir sé til veru­legra bóta og ein­föld­un­in lík­leg til að spara vinnu og auka gagn­sæi, seg­ir í um­sögn embætt­is­ins. Þar kem­ur einnig fram að tím­aramm­inn sem ætlaður sé til úr­vinnslu gagna geti verið knapp­ur.

Bent er á að vinna við ákvörðun og út­reikn­ing veiðigjalds muni verða tölu­verð og með til­heyr­andi kostnaði, bæði í formi stofn­kostnaðar og síðan rekstr­ar­kostnaðar á hverju ári. „Er því nauðsyn­legt miðað við þá hags­muni sem í húfi eru að tryggt verði að verk­efnið verði að fullu fjár­magnað til að fram­kvæmd við vinnslu þess­ara upp­lýs­inga og út­reikn­ing gjalds­ins geti orðið með sem ör­ugg­ust­um hætti,“ seg­ir í um­sögn­inni. Þá seg­ir að hugs­an­lega hafi ekki verið tekið nægi­legt til­lit til kostnaðar við áhættu­grein­ingu við kostnaðarmat.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði.
Skjöld­ur Pálma­son, fram­kvæmda­stjóri Odda hf. á Pat­reks­firði.

SSÍ á móti veiðigjaldi

Í um­sögn Sjó­manna­sam­bands Íslands er meðal ann­ars ít­rekað að sam­bandið er mót­fallið veiðigjaldi á út­gerðina. „Þar sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa stutt þá póli­tík að út­gerðin greiði hóf­legt veiðigjald er erfitt fyr­ir sam­tök sjó­manna að leggj­ast gegn skoðun þeirra enda gert ráð fyr­ir því að það sé út­gerðin en ekki sjó­menni­m­ir sem greiði þessi gjöld til hins op­in­bera.

Skjöld­ur Pálma­son, fram­kvæmda­stjóri Odda á Pat­reks­firði, seg­ir að frum­varpið tryggi í sessi of­ur­skatt­lagn­ingu á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og sé eng­an veg­inn hóf­legt.

„Frum­varpið tek­ur ekki til­lit til af­leitr­ar sam­keppn­is­stöðu minni fyr­ir­tækja, sér­stak­lega á lands­byggðinni, sem bera þurfi ein ýms­an kostnað s.s. flutn­ings­gjöld af aðföng­um og afurðum, auk þess að bera sér­staka skatta op­in­berra aðila s.s. kol­efn­is­gjald, ol­íu­gjald o.fl. Frum­varpið íviln­ar því þeim sem hafa betri aðstöðu til að nýta ódýr­ari flutn­inga­leiðir og njóta annarr­ar sam­keppn­isaðstöðu,“ seg­ir í um­sögn Skjald­ar.

Ítar­legri um­fjöll­un má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: