Rúmlega átta í morgun var tilkynnt um heimilisofbeldi í austurborg Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn maður handtekinn í tengslum við málið og vistaður í fangageymslu.
Nánari upplýsingar eru ekki veittar um málið.
Þá var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið í Skeifunni í morgun en rúða í bifreiðinni hafði verið brotin.
Í hádeginu barst svo tilkynning um vinnuslys í fyrirtæki Grafarvogi. Ekki vitað um alvarleika áverka en sá sem slasaðist var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.