Ítalir hjóla og fá bjór fyrir

Yfir hundrað fyrirtæki í Bologna bjóða upp á fríðindi fyrir …
Yfir hundrað fyrirtæki í Bologna bjóða upp á fríðindi fyrir fólk sem notar smáforritið. Ljósmynd/Jeremy Keith

Íbúum ít­ölsku borg­ar­inn­ar Bologna býðst nú að safna stig­um fyr­ir að skilja bíl­inn eft­ir heima og nota um­hverf­i­s­vænni ferðamáta. Stig­in geta íbú­arn­ir svo notað til þess að kaupa bjór, ís eða fara í bíó.

Verk­efn­inu er ætlað að draga úr meng­un í borg­inni, en til þess að taka þátt þurfa íbú­ar að sækja smá­for­rit í sím­ana sína. Þar geta þeir skráð þær ferðir sem þeir fara á hjóli, með al­menn­ings­sam­göng­um eða gang­andi og fá stig fyr­ir. Yfir hundrað fyr­ir­tæki í borg­inni bjóða upp á fríðindi fyr­ir fólk sem not­ar smá­for­ritið.

Íbúar Bologna geta einnig keppt sín á milli um það hverj­ir eru dug­leg­ast­ir að nota um­hverf­i­s­væna ferðamáta, en stig eru gef­in fyr­ir hverja ferð óháð vega­lengd, því for­svars­fólki verk­efn­is­ins finnst einnig mik­il­vægt að styttri ferðir séu farn­ar á um­hverf­i­s­væn­an máta.

Verk­efnið hófst á síðasta ári og er styrkt bæði af Evr­ópu­sam­band­inu og borg­ar­yf­ir­völd­um í Bologna. Verk­efnið stend­ur í sex mánuði á ári og í fyrra skráðu íbú­ar Bologna um­hverf­i­s­væn­ar ferðir upp á 3,7 millj­ón­ir kíló­metra.

mbl.is