Vilja fá að veiða humar í gildrur

Humarafli hefur minnkað mjög síðustu ár.
Humarafli hefur minnkað mjög síðustu ár. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda legg­ur til að heim­ilt verði að veiða hum­ar í gildr­ur, sam­hliða þróun á veiðum, vinnslu og markaðssetn­ingu grjót­krabba.

Þetta kem­ur fram í samþykkt sem fékk fram að ganga á aðal­fundi fé­lags­ins, sem lauk á föstu­dag.

Skor­ar sam­bandið á stjórn­völd að huga al­var­lega að skaðsemi troll­veiða á humri á líf­ríki sjáv­ar. Út frá rann­sókn­um á skaðsemi troll­veiða liggi það í aug­um uppi að ekki verði hægt að bjóða nátt­úr­unni upp á slík­ar aðfar­ir til lengd­ar. Humar­veiðar í gildr­ur lág­marki þá áhrif á líf­ríki hafs­ins og auki nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar til muna.

Löng þró­un­ar­vinna fram und­an

Í grein­ar­gerð með samþykkt­inni er bent á að grjót­krabbi sé ný nytja­teg­und inn­an fisk­veiðilög­sögu Íslands og finn­ist nú í miklu magni í Faxa­flóa.

„Ljóst er að löng og kostnaðar­söm þró­un­ar­vinna er fram und­an í veiðum, vinnslu og markaðssetn­ingu á grjót­krabba áður en nýt­ing á hon­um verði arðbær. Ómögu­legt er fyr­ir smá­báta­eig­end­ur að standa straum af kostnaði við slíka þró­un­ar­vinnu,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

„Með því að heim­ila humar­veiðar í gildr­ur upp að vissu marki sam­hliða veiðum á grjót­krabba væri hægt að dekka hluta þess kostnaðar og hvetja út­gerðar­menn til frek­ari þró­un­ar­vinnu við nýt­ingu á grjót­krabba, sem í framtíðinni yrðu sjálf­bær­ar og um­hverf­i­s­væn­ar veiðar.“

mbl.is