Ungur maður var handtekinn í austurhluta Reykjavíkur vegna heimilisofbeldis um klukkan níu í morgun. Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni.
Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is, en nánari upplýsingar um málið verða ekki veittar.