Krefjast tafarlausrar lækkunar veiðigjalda

Skorar sambandið á atvinnuveganefnd að kvika ekki frá sjónarmiði sínu …
Skorar sambandið á atvinnuveganefnd að kvika ekki frá sjónarmiði sínu um leiðréttingu á veiðigjöldum síðastliðins fiskveiðiárs hjá litlum og meðalstórum útgerðum. mbl.is/Sigurður Ægisson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda krefst taf­ar­lausr­ar lækk­un­ar veiðigjalda og að þau taki mið af af­komu ein­stakra út­gerðarflokka en ekki meðaltalsaf­komu í sjáv­ar­út­veg­in­um.

Þetta kem­ur fram í álykt­un 34. aðal­fund­ar sam­bands­ins, sem lauk í síðustu viku. For­svars­menn sam­bands­ins fóru á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is fyrr í dag og kynntu þar um­sögn sína við nýtt frum­varp til laga um veiðigjöld.

Skor­ar sam­bandið á at­vinnu­vega­nefnd að hvika ekki frá sjón­ar­miði sínu um leiðrétt­ingu á veiðigjöld­um síðastliðins fisk­veiðiárs hjá litl­um og meðal­stór­um út­gerðum, en í um­sögn­inni kem­ur meðal ann­ars fram sú skoðun fé­lags­ins að króka­afla­marks­bát­ar og bát­ar minni en 30 brútt­ót­onn falli und­ir þann flokk.  

Í álykt­un­inni sem samþykkt var á aðal­fund­in­um var for­ysta sam­bands­ins enn frem­ur brýnd til að berj­ast „með kjafti og klóm“ fyr­ir stór­felldri lækk­un veiðigjalda. Þá var um leið skorað á Alþingi að hækka frí­tekju­mark í 40% af fyrstu fimm millj­ón­um króna veiðigjalds­ins og 20% af næstu fimm millj­ón­um króna þess. Var jafn­framt skorað á Alþingi að leiðrétta nú þegar hlut smá­báta í veiðigjald­inu frá og með fisk­veiðiár­inu 2017/​2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina