Formlegt grænt skref tekið á Alþingi

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags, afhenti …
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags, afhenti Steingrími viðurkenninguna. Ljósmynd/Alþingi

Alþingi hef­ur form­lega tekið fyrsta græna skref Um­hverf­is­stofn­un­ar. For­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, tók við viður­kenn­ingu fyr­ir hönd Alþing­is vegna þess í dag. Hólm­fríður Þor­steins­dótt­ir, sér­fræðing­ur á sviði lofts­lags­mála og græns sam­fé­lags, af­henti Stein­grími viður­kenn­ing­una.

Mark­visst hef­ur verið unnið að því að gera Alþingi að um­hverf­i­s­væn­um vinnustað und­an­far­in miss­eri, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþing­is.

Stór­lega hef­ur dregið úr papp­írs­notk­un, prent­ur­um hef­ur verið fækkað, rusl er flokkað á öll­um starfs­stöðvum, plast­glös og einnota borðbúnaður eru ekki notuð, ræsti­efni eru um­hverf­is­vottuð og starfs­mönn­um er boðið upp á sam­göngu­samn­inga, svo fátt eitt sé nefnt.

Eft­ir að hafa tekið við viður­kenn­ing­unni lýsti for­seti Alþing­is því yfir að næsta skref yrði að hefja und­ir­bún­ing að því að kol­efnis­jafna alla starf­semi Alþing­is.

mbl.is