Fundu ljónsunga í bílastæðahúsi

Ljónsunginn sem fannst í bílastæðahúsinu er talinn vera 4-8 vikna …
Ljónsunginn sem fannst í bílastæðahúsinu er talinn vera 4-8 vikna gamall. AFP

Starfs­menn frönsku toll­gæsl­unn­ar lögðu hald á ljónsunga í bíla­stæðahúsi í Marseille í dag. Þetta er ann­ar ljónsung­inn sem finnst á víðavangi í land­inu á stutt­um tíma. Fyrr í vik­unni lagði lög­regl­an hald á sex vikna gaml­an ljónsunga í íbúð í út­hverfi Par­ís­ar­borg­ar og hand­tók þrítug­an karl­mann vegna máls­ins.

Ljósn­ung­inn sem fannst í dag veg­ur ein­ung­is nokk­ur kíló og er talið að hann sé á milli fjög­urra og átta vikna gam­all. Fannst hann í ferðabúri fyr­ir gælu­dýr sem búið var að koma fyr­ir í bíla­stæðahús­inu.

Starfsmaður bíla­stæðahúss­ins, sem var um tíma í haldi toll­gæslu­starfs­mann­anna, viður­kenndi að hann hefði tekið við ljónsung­an­um eft­ir að það reynd­ist fyrri eig­end­um um megn að hugsa um hann.

Ljónsung­an­um hef­ur verið komið í ör­ugg­ar hend­ur í dýra­at­hvarfi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá toll­gæsl­unni.

mbl.is