„Í raun er allt undir“

Smábátar í Hólmavíkurhöfn. Fyrirtækin tvö eru burðarásar í atvinnulífinu á …
Smábátar í Hólmavíkurhöfn. Fyrirtækin tvö eru burðarásar í atvinnulífinu á Hólmavík. mbl.is/Golli

„Í raun er allt und­ir og brott­hvarf ann­ars mundi hafa gríðarleg áhrif á hitt og þá um leið á allt sam­fé­lagið hér á Hólma­vík,“ seg­ir Vikt­oría Rán Ólafs­dótt­ir, stjórn­ar­formaður rækju­vinnsl­unn­ar Hólma­drangs og kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Stein­gríms­fjarðar á Hólma­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Þriggja vikna greiðslu­stöðvun Hólma­drangs renn­ur út um mánaðamót­in. Vikt­oría Rán seg­ir að sótt verði um fram­leng­ingu á greiðslu­stöðvun­inni til þriggja mánaða. Á þeim tíma verði unnið áfram að því að end­ur­reisa fyr­ir­tækið, meðal ann­ars með end­ur­skipu­lagn­ingu og sölu eigna.

Kaup­fé­lag Stein­gríms­fjarðar á 50% í Hólma­drangi og FISK Sea­food hinn helm­ing­inn. Nú starfa um 20 manns hjá Hólma­drangi og held­ur fleiri hjá Kaup­fé­lag­inu. Þessi tvö fyr­ir­tæki eru burðarás­ar í at­vinnu­líf­inu á Hólma­vík og seg­ir Vikt­oría að hags­mun­ir fyr­ir­tækj­anna séu sam­tvinnaðir og þau séu rek­in sem sam­stæða.

Erfiðleik­ar tengd­ir Brex­it

Erfiðleika í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins rek­ur Vikt­oría til ákvörðunar Breta 2016 að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu, en stærsti markaður fyr­ir­tæk­is­ins sé Bret­land. Eft­ir Brex­it hafi gengi punds­ins fallið og afurðasala frosið. Eng­in hreyf­ing hafi verið á rækju­birgðum Hólma­drangs og til­raun til að koma hreyf­ingu á söl­una hafi leitt til óhag­stæðra samn­inga og um tíma hafi verið selt und­ir kostnaðar­verði.

Ítar­leg­ar er fjallað um málið á síðu 16 í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: