Lélegasta humarvertíðin og veiðibann til skoðunar

Humar.
Humar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tals­vert vantaði upp á að humarkvót­inn næðist á síðasta fisk­veiðiári og vertíðin var sú lé­leg­asta frá upp­hafi. Veiðibann á humri er til um­fjöll­un­ar en ráðgjöf er vænt­an­leg í janú­ar.

Afl­inn varð um 820 tonn á fisk­veiðiár­inu sem lauk í lok ág­úst, en heim­ilt var að veiða um 1.500 tonn að meðtöld­um heim­ild­um frá fyrri árum. Árið 2010 náði afl­inn 2.500 tonn­um, 2016 var hann tæp 1.400 tonn og á fisk­veiðiár­inu 2016/​17 veidd­ust 1.186 tonn af humri. Sókn hef­ur verið nokkuð stöðug frá ár­inu 2009 en afla­brögð farið versn­andi.

Gögn úr fæðugrein­ingu í maga þorsks og ýsu á humarslóð fyr­ir sunn­an og suðvest­an land að vor­lagi benda til þess að á þeim tíma sé hum­ar al­geng fæða þorsks, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: