Veiðigjöldin þrefölduðust á milli ára

Frá Súðavík. „Það er óumdeilt að sjávarútvegur er burðarásinn í …
Frá Súðavík. „Það er óumdeilt að sjávarútvegur er burðarásinn í flestum samfélögum á Vestfjörðum,“ segir í umsögn FV. mbl.is/Sigurður Bogi

Útgerðir á Vest­fjörðum voru á nýliðnu fisk­veiðiári krafðar um rúm­lega 923 millj­ón­ir króna í veiðigjöld. Veiðigjöld­in þar á und­an námu tæp­um 289 millj­ón­um. Þannig hafa þau meira en þre­fald­ast á milli ára. Á sama tíma hef­ur af­koma út­gerða og vinnslu­fyr­ir­tækja í botn­fiski versnað hlut­falls­lega meira í Norðvest­ur­kjör­dæmi en ann­ars staðar á land­inu.

„Sam­setn­ing­in á flot­an­um hér fyr­ir vest­an veld­ur þessu. Hér er fjöldi smárra og meðal­stórra út­gerða sem stunda aðallega botn­fisk­veiðar, en þau fyr­ir­tæki hafa komið verr út en þau sem hafa tekj­ur af upp­sjáv­ar­veiðum,“ seg­ir Aðal­steinn Óskars­son, sviðsstjóri byggðasviðs Vest­fjarðastofu, í sam­tali við 200 míl­ur. „Af­kom­an er hrein­lega verri og það er það sem við erum að reyna að sýna stjórn­völd­um fram á.“

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi, Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Norður­landi vestra fólu end­ur­skoðunar- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte að greina rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í kjör­dæm­inu á ár­un­um 2016 og 2017.

Í fram­hald­inu hef­ur Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga, í um­sögn til Alþing­is um nýtt frum­varp til breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld, lýst mikl­um áhyggj­um af áhrif­um veiðigjalda á litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir, sem marg­ar eigi nú í veru­leg­um rekstr­ar­erfiðleik­um.

„Á síðasta ári greiddu vest­firsk­ar út­gerðir yfir 900 m.kr. í veiðigjöld og þreföld­ust þau frá fyrra ári á sama tíma og af­kom­an dróst sam­an um 80%. Þetta hef­ur sér­stak­lega slæm áhrif á út­gerðir sem ein­göngu mega stunda króka­veiðar, en rekstr­ar­grund­völl­ur þeirra er ann­ar en þeirra út­gerða sem stunda t.a.m. tog­veiðar,“ seg­ir í um­sögn sam­bands­ins.

Þróun veiðigjalda á Vestfjörðum síðustu tvö ár, samkvæmt úttekt Baldurs …
Þróun veiðigjalda á Vest­fjörðum síðustu tvö ár, sam­kvæmt út­tekt Bald­urs Smára Ein­ars­son­ar, viðskipta­fræðings og bæj­ar­full­trúa í Bol­ung­ar­vík.

Bæti hlut­deild sveit­ar­fé­laga

„Það er óum­deilt að sjáv­ar­út­veg­ur er burðarás­inn í flest­um sam­fé­lög­um á Vest­fjörðum. Áhrif stór­auk­inna veiðigjalda eru aug­ljós og munu leiða til fækk­un­ar starfa, minni veltu og sam­drátt­ar í at­vinnu­líf­inu á Vest­fjörðum.“

Þess er þá kraf­ist að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og stjórn­völd beiti sér fyr­ir því að veiðigjöld á litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir verði lækkuð og leiðrétti jafn­framt rekstr­ar­grund­völl út­gerða í króka­afla­marki þannig að veiðigjöld end­ur­spegli af­komu þeirra. Eins þurfi að bæta hlut­deild sveit­ar­fé­laga í skatt­stofn­um og koma af stað skyn­sam­legri umræðu um hlut­deild sveit­ar­fé­laga í tekj­um hins op­in­bera af hag­nýt­ingu auðlinda, þar á meðal veiðigjöld­um.

Frá Bolungarvík. „Margir útgerðarmenn hafa nefnt það við mig að …
Frá Bol­ung­ar­vík. „Marg­ir út­gerðar­menn hafa nefnt það við mig að þeir gætu kannski þolað þessa gjald­töku ef þeir sæju pen­ing­inn renna aft­ur til baka í nærum­hverfið,“ seg­ir Aðal­steinn. mbl.is/​Sig­urður Bogi.

Breyt­ing­arn­ar étið upp sparnaðinn

Eins og mörg­um er kunn­ugt hef­ur fyr­ir­komu­lag inn­heimtu veiðigjalda verið með þeim hætti að þau eru reiknuð miðað við af­komu út­gerða tveim­ur árum áður.

„Gott ár­ferði fyr­ir tveim­ur árum kem­ur mjög harka­lega niður á fyr­ir­tækj­un­um í ár. Þó svo að í ein­hverj­um drauma­heimi eigi menn að búa í hag­inn, þá hafa þeir um leið lent í því að gengi krónu hef­ur hækkað mjög, ásamt því að erfiðleik­ar hafa verið á mörkuðum er­lend­is, og ekki síst hef­ur kostnaður og laun þar með tal­in hækkað mikið. Þess­ar breyt­ing­ar hafa í raun étið upp það sem menn reyndu að halda til hliðar,“ seg­ir Aðal­steinn.

Áður fyrr stunduðu Vest­f­irðing­ar rækju­veiðar og segja má að rækj­an hafi þá verið helsta upp­sjáv­ar­teg­und fjórðungs­ins. „Svo hrundi hún nátt­úr­lega á tí­unda ára­tugn­um. En menn veðjuðu á hana og seldu frá sér ýms­an ann­an kvóta, svo að staðan í dag á sér marg­vís­leg­ar skýr­ing­ar. Skuld­setn­ing fyr­ir­tækja hef­ur þá verið tölu­verð eft­ir að menn hófu að kaupa sér kvóta aft­ur.“

Frá Hólmavík. „Ruðningsáhrifin af veiðigjöldunum eru því orðin töluverð, og …
Frá Hólma­vík. „Ruðnings­áhrif­in af veiðigjöld­un­um eru því orðin tölu­verð, og geta auk­ist enn frek­ar,“ seg­ir Aðal­steinn. mbl.is/​Golli

Vildi ekki vinna fyr­ir ríkið

Aðal­steinn seg­ist vita af út­gerðarmönn­um sem langþreytt­ir séu orðnir á gjald­töku stjórn­valda á sama tíma og þeir sjái pen­ing­inn hverfa úr byggðarlag­inu og inn í rík­is­sjóðinn fyr­ir sunn­an. Rann­sókn­ir hafi enda sýnt að önn­ur hver króna sem íbú­ar lands­byggðanna greiði í skatta verði eft­ir í Reykja­vík en hin krón­an fari til rík­is­út­gjalda utan borg­ar­inn­ar.

„Einn út­gerðarmaður sem ég þekki orðaði það þannig að hann vildi ekki leng­ur vinna fyr­ir ríkið. Hann sá bara fram á að þurfa að borga svim­andi há veiðigjöld og seldi út­gerðina. Við ótt­umst það líka – að út­gerðirn­ar verði ein­fald­lega keypt­ar héðan upp af þeim sem pen­ing­ana eiga og kvót­inn hverfi úr byggðinni. Ruðnings­áhrif­in af veiðigjöld­un­um eru því orðin tölu­verð, og geta auk­ist enn frek­ar,“ seg­ir Aðal­steinn og bæt­ir við að fyr­ir vest­an vilji fólk að stjórn­völd kanni til hlít­ar áhrif þessa fyr­ir­komu­lags.

„Marg­ir út­gerðar­menn hafa nefnt það við mig að þeir gætu kannski þolað þessa gjald­töku ef þeir sæju pen­ing­inn renna aft­ur til baka í nærum­hverfið og til efl­ing­ar því – ef pen­ing­ur­inn færi sann­an­lega í upp­bygg­ingu inn­an svæðis­ins og sveit­ar­fé­lags­ins.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: