Bernstein-uppsetning í Tjarnarbíói

00:00
00:00

Það er ekki á hverj­um degi sem verk eft­ir banda­ríska tón­skáldið Leon­ard Bern­stein eru sett upp hér á landi en það ger­ist nú um helg­ina þegar djass-óper­an Trou­ble in Tahiti verður frum­sýnd í Tjarn­ar­bíói. Upp­setn­ing­in er liður í Óperu­dög­um í Reykja­vík og mbl.is leit inn á æf­ingu í vik­unni.

Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hér á landi en það er Pálína Jóns­dótt­ir sem leik­stýr­ir. Í mynd­skeiðinu er rætt við Pálínu ásamt þeim Aroni Axel Cortes og Ásu Fann­eyju Gests­dótt­ur sem fara með aðal­hlut­verk­in. 

Verkið, sem var frum­sýnt snemma á sjötta ára­tugn­um, er háðsádeila á efn­is­hyggj­una sem Bern­stein þótti ein­kenna upp­gang banda­rísks sam­fé­lags á eft­ir­stríðaár­un­um. Pálína seg­ir boðskap­inn eiga mikið er­indi nú í dag, þegar rifjað er upp að tíu ár eru liðin frá falli bank­anna og ís­lensks efna­hags­lífs.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um upp­setn­ing­una sem verður frum­sýnd í Tjarn­ar­bíói á sunnu­dags­kvöld er að finna hér.

mbl.is